Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 102
Dóttir þeirra var Niðbjörg, er Helgi Óttarson átti (um 930—40).
Peirra synir voru þeir Einar skáld skálaglamm og Ósvífur hinn
spaki. En sonur Ósvífurs var Óspakur faðir Úlfs stallara Haralds
konungs liarðráða, föður Jóns sterka á Rásvelli, föður Erlends
himalda, föður Ej'steins erkibiskups (d. 1188). Dóttir Ósvifurs var
Guðrún. Sonur hennar og Porkels Eyjólfssonar var Gellir (d.
1073) faðir Porgils, föður Ara prests liins fróða. Sonur Guðrúnar
og Bolla Porleikssonar var Bolli faðir Herdisar, er Ormur Her-
mundarson átti. Peirra sonur Koðrán faðir Herdisar, er Porleitur
átti beiskaldi Porláksson i Hitardal (d. 1200). Peirra dóttir Alf-
heiður, er Ketill (d. 1173) Porsteinsson (Grundar-Ketill) átti. Peirra
sonur Porlákur prestur á Kolbeinsstöðum (d. 1240), faðir Ivetilslög-
sögumanns (d. 1273), föður Valgerðar, er Narfi prestur Snorrason
átti (d. 1284). Peirra sonur Porlákur lögmaður (d. 1303) *), faðir
Ketils hirðstjóra (d. 1342), föður Oddnýjar, er Vigfús Flosason í
Krossholti átti. Peirra sonur Narfi, faðir Erlends í Teigi (enn á
lifi 1458), föður Erlends sýslumanns (d. 1495), föður þeirra Por-
varðs lögmanns, Vigfúsar liirðstjóra, Narfa, Jóns og Hólm-
friðar, og er þaðan auðrakiö niður til fjölda nú lilandi raanna.
Af beim bræðrum Hrólfi og Hrollaugi mun svo
að segja hvert lifandi manns barn hér á landi nú
vera komið, flestir í 30.—33. lið. Annað mál er pað,
að ekki er hægt að rekja það alt saman.
Pað segja menn, að norrænt ættarmót sé enn mjög
mikið á fólkinu í Nordmandí, margir með blá augu og
bjartleitthár, ogslíkthið samaí Parísarborg. Germönsk
áhrif eru þar þó sjálfsagt saman við. Nordmandí-
konur eru orðlagðar fyrir fegurð, og þykir sem þær
beri á sér ekki síður norrænt en suðrænt ættarmark.
Hjá þeim hefir og haldizt við skautið norræna, sem
menn munu kannast við frá Nýrri sumargjöf 1860.
Ekki miklu siður hefir norræni kynstofninn sett
merki sitt á málið í Frakklandi, heldur en á fólkið.
í frakknesku er krökt af norrænum orðum.
Haldór sýslumaður Jakobsson (d. 1810) samdisögu
af Gaungu-Hrólfi, sem »inntók« Nordmandí, og var hún
prentuð á Leirárgórðum 1804 og aptur í Reykjavík
1884. — Sögu Hrólfs þyrfti að rita til hlítar á íslenzku.
1) Frá Snorra lögmanni Narfasyni (d. 1332) bróður hans, er
og kominn geysimikill ættbogi (Skarðverjaætt) niður til þeirrar
kynslóðar, er nú lifir.
(92)