Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 104
Norðmenn brostu, og breiðu spjótin
bráðum tólf á lopti vóru,
glúpnuðu Frakkar, geingu ei móti,
greiddu heldur orðin stóru; —
heim til Rúðu Hrólfur vendi,
heimska Karli skatt ei sendi.
Um verndan tannanna.
(Utdráttur úr þýzku lieilbrigðisriti).
Eptir Brijnjólf Björnsson tannlækni.
Hvernig á að viðhalda tönnunum og hirða
munninn:
1. Gleymið ekki, að tennurnar eru jafn þarfar og
pýðingarmiklar, sem hver annar limur líkamans;
munnurinn (og tennurnar) eru einn hluti melt-
ingarfæranna.
2. Gleymið ekki, að heilbrigði munnsins og alls
likamans er að miklu leyti undir því komin, að
tennurnar séu heilar og í góðu lagi, og ef menn
tvggja ekki fæðuna vel, ofreynist maginn og
veiklast.
3. Vöxtur og þroski kjálkanna og styrkleikur tann-
anna er að mestu undir því kominn, hversu vel
menn þola að tyggja.
Pað má segja hið sama um þenna hluta lík-
amans og öll önnur liífæri hans: »Starfið styrkir,
iðjuleysi veikir«. Pað ber því, að minna börnin
á að tyggja rækilega fæðuna og gleypa ekki hálf-
tuggna bita eða skola þeim niður með vökvun.
4. Til þess að beinin og tennurnar þroskist og
styrkist sem bezt, þá er nauðsynlegt að neyta
fæðu, sem kalk er í. Einkum er þess þörf á þeim
stöðum þar sem vatnið er »mjúkt« kalklítið (bar
sem vantar brunna eða uppsprettulindir).
(94)