Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Síða 109
a grafa niður alt sullmeingað slátur, svo djúpt, að
^iundar geti ekki náð pví, eða að brenna það; og
heimila þau sýslunefndum og bæjarstjórnum
a semja reglur um lækning á hundum af bandorm-
og eru sektir lagðar við brotum móti ákvæðum
aganna og samþyktum peim, sem pau heimila.
Lög pessi eru góð, ef þeim er hlýtt, og eflaust
er íækkun hunda hér á landi að mestu leyti peim
a pakka. En þó að ákvæðið um hundaskattinn liafi
>01 ið nokkurn ávöxt, er óhætt að íullyrða, að hund-
ar scu dregnir undan framtali og skatti, að minsta
v°sti í kaupstöðunum. Hundatalan mætti vera lægri
en hún er, pó ekki sé unt að vera án þeirra, eptir
Þ'd sem hér hagar til. Stjórnarráðið hefir látið mér
1 te síðustu upptalning hunda, sem skattur er greidd-
nr af; þeir eru tæp 7000.
Þó er hætt við, að hinum öðrum ákvæðum lag-
anna sé enn ver hlýtt. í Reykjavík hefir dýralæknir
skoðað skrokka allra nautgripa, sem slátrað hefir
Ve,rið siðustu árin, og hann hefir skýrt mér frá, að
ncrfega allar gamalkýr séa enn sullaveikar.
Menn eru ekki skyldir til að fá dýralækni til að
skoða kindakroppa, en el;ki eru nein líkindi til, að
Þeim sé öðru vísi varið, að minsta kosti af gömlu fé.
Petta sannar, ad fgrirmœlum Iaganna er ekki hlgtt.
Skepnur geta ekki fremur en manneskjur fengið sulli
a neinn annan hátt en úr bandormum, sem lifa í
hundum, og hundarnir geta ekki fengið þessa band-
orma með neinu öðru móti en því að éta sulli. Úr
Því skepnur sýkjast enn, og að miklum mun, er
hvorttveggja augljóst, að hundum er enn hleypt í
sulli og sullmeingað slátur, og að bandormahreinsun
hunda er ónóg.
Hitt atriðið, að færri manneskjur en áður sýkjast
uf sullum, þýðir þá að eins að menn gæta meiri
varúðar í sambúð við hunda, og meiri þrifnaðar.
Það er auðvitað gott og gleðilegt, eu ekki einhlítt;
(99)