Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 114
mikinn hug á aö kanna íshafið pegar færi gæfist, og
mun hafa ásett sér að komast til heimskautsins. En
hér var langa nót að að draga. Sá Hróaldur, að hann
yrði fyrst að kynnast af eigin raun til góðrar hlítar
örðugleikum íshafsferða, og því réðst hann í raun-
sóknarferð til Suður-íshafsins 1897 á skipinu »Belgica«,
er ger var út frá Belgíu, og var hann stýrimaður
skipsins. í þeirri för var hann árlangt.
Arið 1905 réðst Hróaldur í það stórræði, að reyna
að komast um sundin norðan við Ameríku, úr Atlants-
hafi vestur í Kyrrahaf. Keypti hann litla seglskútu
til peirrar ferðar, er »Gjöa« hét, 45 smálestir að stærð,
og var skipshöfnin að eins fimm manns. Biívél var í
skútunni. Hann kannaði nú eyjasundin norðan Vestur-
heims. Komst hann leiðar sinnar alt vestur i Behrings-
sund, og hafði par með fyrstur manna komizt norð-
veslurleiðina. Hélt hann áfram för sinni til San-Franc-
isko, en lét par eptir skipið. Hafði hann þá verið tvö
ár í leiðangri pessum og farnazt vel. Frægð hans '
flaug um heim allan, og nú hugðist hann hafa aflað
sér nægrar rejmslu til pess að ráðast í heimskauts-
ferð. Tók hann að búast til ferðar þegar er hann
kom heim, og fékk hann til fararinnar skipið »Fram«, .
er þeir Friðþjófur Nansen og Sverdrup höfðu haft í
norðurfarir sínar. Var áður sett Dieselbifvél í skipið.
Lét Hróaldur í haf úr Osló 10. Ágúst 1910, og hét svo,
að hann ætlaði að mæla dýpi og hafstrauma í sunn-
anverðu Atlantshafi, en sumir hugðu, að hann ætlaði
suður umAmeriku, norður eptir Kyrrahafi og út um
Behringssund áleiðis tif Norðurheimskauts. En hvað
sem í pví er, pá er hitt víst, að Hróaldur brá á ann-
að ráð, þegar hann kom suður í höfin, enda komu *
fregnir að norðan aí þeim Cook og Peary um pær
mundir, og póttust báðir hafa komizt á heimskautið.
Hróaldur hélt fyrst til Buenos Ajrres í Suður-Ameríku
(Argentina) og bjóst paðan til fulls áleiðis til Suður-
heimskauts. Hafði liann féstyrk par af landa sínum