Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Side 115
stórauðgum, er ekki lét neitt bresta til fararinnar. —
\ar nú annaðhvort að hrökkva eða stökkva, því að
hinn fyrra veturinn hafði Shackleton hinn enski kom-
lst langdrægt til heimskautsins, ekki átt meira eptir
pangað en 100 rastir enskar, er hann varð að hverfa
heimleiðis 9. Janúarmán. 1909. Og nú hafði annar
Englendingur, Capt. Scott, gamall suðurfari, gerst for-
1Qgi fyrir enskum leiðangri, er heitið var til Suður-
heimskauts, og hafði hann farið frá Englandi á skipi
Því, er »Terra nova« lieitir, 1. Júli 1910, eða 40 dögum
áður en Hróaldur fór úr Osló.
Seint í Martsmánuði 1911 kom sú frétt sunnan
uv höfum, að Hróaldur hefði lent við Adarehöfða i
Victoríulandi, beint í suður frá Nýja-Sjálandi, og
skömmu síðar hittust peir Scott par syðra, par sem
Hvalvik heitir, í íshafi. Sendu peir pá frá sér skip
sin og bjuggust til vetrarsetu, en par er vetur pegar
hér er sumar, sem kunnugt er. Fóru nú engar sög-
Ur af peim Hróaldi og Scott, og vóru ýmsar spár
Utu pað, hvor hlutskarpari mundi verða, unz sú
íregn var símuð frá Hobart á Tasmaníu (ej'landi
sunnan við Ástralíu), að Hróaldur væri kominn
Þangað heilu og höldnu 7. Martsmán. p. á. og hefði
komist á Suðurheimskaiilið.
Hróaldur hafði lagt af stað frá vetursetuskýli
Þeirra félaga, er hann kallaði vFramheima, 1. október
síðastliðið haust. Vóru þeir fimm saman félagar.
Heitti hann hundum fyrir sleðana og sóttist vel ferðin.
^ ar svo til hagað fyrra hlut leiðarinnar, að peir óku
15 enskar rastir á 5 klukkustundum. Þá áðu peir
tvær stundir, gáfu hundunum og snæddu, reyndu
siöan að sofa pær 17 stundir sólarhringsins, sem eptir
vóru. En pessi hvíldartími var oflangur bæði mönn-
um og hundum. Breyttu peir pví til, fóru 15 rastir
a 6 stundum, gáfu hundunum og snæddu sjálfir í
tvær stundir, sváfu 6 stundir, héldu síðan af stað
aptur og svo koll af kolli og skilaði vel áfram. Mestu
(105) f