Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 116
öröugleikar fararinnar stöluöu af þvi, aö leið peirra
lá yfir hálendi mikiö áður peir næöi heimsskautinu.
Vóru peir nær sex vikna tíma á fjalllendi, er var alt
að 16750 fetum á hæð. Sumstaðar vóru gínandi jökul-
sprungur og mjög hættulegt yfirferðar. Á heims-
skautinu sjálfu er landið um 16500 fet yfir sjávarmál.
Pangað komu peir 13. desember 1911, og settu niður
tjald sitt með fána Norðmanna og norskum fánum
umhverfis. Nefndu peir skýiiö »Pólheim«. Landið
umhverfis heimsskautið kendu peir við Hákon kou-
ung VII. og víða gáfu peir örnefni fjöllum og dölum
suður par. frjá daga vóru peir á heimsskautinu og
sneru síðan heimleiðis hina sömu leið. Vistir höfðu
peir optast nógar og gripu pá til hundanna, ef ekki
vóru aðrar vistir fyrir hendi. Ellefu hundar lifðu
alla ferðina og vóru teknir á »Fram« til baka.
Góð erindislok kveðst Hróaldur eigna fyrst á-
gætum dugnaði félaga sinna, polnum hundum og
góðum skíðum og öðrum búnaði hagfeldum.
Hróaldur Ámundason er orðinn stórum frægur
af för pessari, og hafa landar hans gert veg hans
sem mestan fyrir afrekin. En líklegt er, að ekki hafi
mátt tæpara standa um sigurinn, pví að búist er við,
að Capt. Scott hafi einnig komizt á heimsskautið
skömmu síðar, og leikur Englendingum öfund á um
frægð og frama Hróalds. Telja peir Seott engu minna
hafa til unnið og pykir Hróaldur hafa leikið á hann,
er hann hafi lengi-vel haldið leyndri fyrirætlan sinni.
Nú hefir Hróaldur flutt frásagnir um ferðir sínar
viða um Ástralíu, siðan fer hann til Buenos Ayres
og pá til Norðurálfu. Ætlar hann að flytja ræður
um förina á Þýzkalandi og viðar komanda vetur.
Þvi næst gerir hann ráð fyrir, að leggja norður í
höf og reyna að komast til Norðurheimsskautsins.
Benedikt Sveinsson.
(106)