Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Side 122
var vitjað á sjó, meðul voru utilátin 69 sinnum, og
2900 bréfum komið til skila. í eingu verulegu sýnist
skýrslan fyrir 1907 frábrugðin skýrslunni fyrir 1901,
nema því, að póstskipsstarfsemi spítalaskipsins er liér
um bil 6 sinnum meiri 1907 heldur enn 1901.
Flug’inönnnm er alt af að fjölga, og pykir nú full-
reynt í stríðinu milli Tyrkja og ítala, hvað nota-
drjúgar flugvélar eru í hernaði, enda eru stórveldin
að koma þeim upp svo liundruðum skiptir. Ekki
pykir samt áhættan fyrir flugmennina neitt fara mink-
andi, pvi að alt af verða við og við á þeim stórslys
og manntapar. Pær kváðu mjög opt hafa það til, aö
hrapa úr háa lopti án þess, að menn hafi getað
íundið neina hklega orsök til þess. Sumir hafa getið
þess til, að loptið í gufuhvolfinu væri ekki alstaðar
samfelt, heldur væru sumstaðar gjörsamlega tóm
svæði líkt og loptbólur í gleri, og hlýtur flugmaður
að hrapa,, ef vél hans lendir í slíkri bólu. Petta er
ágizkun, en hvað hæft er í henni, skal látið ósagt.
Fyrir skemstu var gerð tilraun til, að halda uppi
póstferðum með flugvél á stuttu svæði á Englandi.
En það gafst illa og var við það hætt, en flugmenn
búast við því, að vélarnar muni áður en langt um
iíður geta tekið að sér póstflutning á fast-ákveðnum
tímum og svæðum. Loptskipin er varla búizt við, að
muni geta komið i gagnið jafn fljótlega bæði fyrir
sakir stærðar, dýrleika, kostnaðarmikillar útgerðar
og annarar óþjálni. Zeppelins loptfarið »Þýzkaland«,
sem fórst á Flentsborgarskógi, kostaði 1 millj. króna;
ársreikningur þess fyrir eitt ár er svona:
T e k j u r:
120 loptferðir með 20 farþega í hvert sinn; hver
farseðill á 200 kr. . . kr. 480,000,00
kr. 480,000,00
(112)