Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Qupperneq 124
og jafnvel hnötturinn, sem við byggjum, á það fyrir
:sér, eptir svo og svo margar milljónir ára, að verða
að dimmri klakakúlu, sem hringsólast kringum
sortnaða sól. En pegar það gerist, verður alt líf
laungu liðið undir lok. Líflð klekur, eins og fjölgun-
inni háttar nú, út aragrúa af tegundum og einstakl-
íngum, sem verða að heyja innbyrðis ófrið um það,
hver þeirra eigi að hafa tilverurétt. En einmitt þessi
hjaðningavíg, veiklun og elli, eru öryggistæki lífsins;
því að ef fæðing og dauði hættu að standast nokkurn
veginn á, og dauða linti, þó að ekki væri nema um
örstuttan tíma, myndu allar lifandi verur aukast og
margfaldast svo mjög, að yfirborð jarðarinnar gæti
ekki rúmað þær, og fuglum og fiðrildum myndi vera
svo þétt þjappað saman í gufuhvolfinu, að hér yrðu
sólarlitlir dagar innan skamms.
Margendurteknar tilraunir og útreikningar á fjölg-
unarhæfileikum ýmsra lifandi vera sýnir okkur glögg-
lega, hvernig fara mundi, ef einginn dauði væri til.
Einn einstaklingur af kunnri blaðlúsartegund getur
til að mynda af sér 25 afkvæmi á hverjum degi, á
öðrum degi eru afkomendur þessarar lúsar 25X25
eða 625, á þriðja degi 625X25 eða 15625, á fjórða
degi 15,625X25 = 390,625 o. s. frv. Árið 1884 voru á
eyjunni Cyprus drepnar 256 miljónir engisprettna. Það
hefði getað orðið dáféleg fjölskylda, ef þær hefðu
mátt lifa og margfaldast. A einu sumri á ein almenn
fiskifluga 20 millionir afkomenda; ef það lifðiog marg-
faldaðist, væru á fimta sumri komnar
3,200,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000 fiskiflugur.
Þegar þorskarnir eru orðnir 3 ára, eru i gotunni
8 til 9 milliónir eggja á ári. En eptir 3 ár, þegar öll
dýrin væru orðin getnaðarhæf, mundu vera komnar
40 billiónir undan þessum eina þorski. Ekki myndu
þessir þorskar greiða neitt verulega fyrir skipagaungum.
Margir fuglar eru það, sem verpa meira en 2
eggjum um varptímann, flestir upp undir 8. Gerði
(114)