Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Síða 154
Jón Arnason og ýmsir fleiri lærðir menn, en að lík-
indum hafa peir mest numið þá list erlendis. AI-
þýðukensla í söng var eingin, og er því ekki undarlegt,
þótt lögin breyttust smátt og smátt írá hinu rétta og'
upprunalega, er þau geingu mann frá manni og þá
opt misjafnlega sungin, eða leikin á einföld hljóðfæri
rneð ófullkomnum tónbilum, eins og opt var á lang-
spilum.
Á öndverðri 19. öldinni var kirkjusöngurinn all-
víða orðinn mesta hneyksli hér á landi, lögin mjög
afbökuð og óvíða sungin eins. Petta sá Pétur Guð-
jónsson að gat ekki geingið. Hann hafði á námsárum
sínum við Jonstrup-kennaraskóla (1837—1840) kynzt
sönglist annara þjóða og lært orgelspil og söngfræði
hjá A. P. Bergreen (1801—1880), organista við Trini-
tatiskirkjuna í Kaupmannahöfn. Var þá sem opnað-
ist nýr lieimur fyrir honum, er hann hafði eigi haft
hugmynd um áður. Hin fagra sönglist hreif svo
huga hans að hann ásetti sér að gera alt hvað harin
gæti til að flytja þá list heim til ættjarðarinnar og
reyna að laga hér svo kirkjusönginn, að hann kæmist
í viðunanlegt horf. En það var ekki auðunniö verk.
Árið 1846 var latínuskólinn fluttur frá Bessastöðum
til Reykjavíkur, og var þá sett í reglugjörð skólans,
að kenna skyldi þar söng. Sá þá Pétur, að þar gæfist
honum færi á að endurbæta sönginn, þvi varla var
öðrum til að dreifa en honum um að takast þann
starfa á hendur, enda varð hann söngkennari við
skólann, og var það ávalt síðan meðan hann lifði,
cða full 30 ár; jafnframt var hann og organleikari
við dómkirkjuna, og tón kendi hann við Prestaskól-
ann. Ekki voru störf þessi betur launuð en svo, að
þegar bezt lét, hafði hann fyrir þau 460 krónur, og
varð hann því aðallega að vinna fyrir sér og heimili
sínu með ritstörfum, en sönglistina varð hann að
hafa í hjáverkum og vann þvi mest að henni á
næturnar.
(142)