Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 158
fjarlægð er gefia til kynna í mílufjórðungum (sjó-
mílum), þá er hún jafnmargir mílufjórðungar og
kvaðratrótin af hæð augans yfir hafflöt (eða jafnsléttu)
í fetum. Stærðfræðislega er þetta gefið til kynna
þannig: a = Vh> þegar a merkir tölu mílufjórð-
unganna, en h hæð augans í fetum. Dæmi: Maður
stendur á skiþi með augað 25 fet yfir haffleti. Þá er
fjarlægðin að sjóndeildarhring 5 milufjórðungar, en
standi hann á 2500 feta háum tindi, þá er fjarlægðin
-50 mílufjórðungar. í hillingum má sjá enn leingra,
en um það er ekki unt að gefa reglur.
Þessi regla sýnir hinsvegar, hve langt burtu, eða
hve háir hlutir mega vera til þess að sjást af jafn-
sléttu (haffleti). Þannig getur auga við hafflöt séð á
blátoþþinn á fjallstindinum, sem áður var nefndur, ef
hann er 50 mílufjórðunga í burtu, eins og áður var
gert ráð fyrir, en sé hann leingra í burtu, er hann
horfinn bak við bunguna; en af skiþinu getur hann
sést meðan hann er ekki meira en 30 mílufjórðunga
burtu, því að þá bætast við þeir 5 mílufjórðungar
sem sjá má út frá 25 feta hæð. Af fjallstindi, sem er
2500 feta hár, má sjá annan, sem er 4900 fet, þó að
120 (50-f-70) mílufjórðungar séu á milli o. s. frv.
Af fjöllum þeim, sem eru nefnd hér á eptir, má
sjá á haf út sem hér segir:
Af Öræfajökli,
hæð 6752 fet, 82 mílufjórðungar.
— Eyjafjallajökli, 5310 — 73 —
— Snæfellsjökli. 4627 — 67 —
— Búlandstindi, — 3388 — 57 —
— Esjunni, —- 2800 — 53 —
— Kálfatindi(Hornbj.) — 1614 — 40 —
— Heimakletti (V.eyj.) — 902 - 30 —
— Skólavörðuholtinu — 150 — 12 —
Bjarni Sœmimdsson.
(146)
t