Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 159
Selma Lagerlöf.
Hún er fædd 20. dag Nóvembermán. 1858 á Már-
öacka herragarði í Vermalandi. Ólst upp í í'öður-
garði fram yfir tvítugt, stundaði siðan nám við kenn-
araskóla í Stokkhólmi (1882—85), og gerðist aö því
ioknu kennari í Landskrona (1885—95). í uppvexti
var Seima Lagerlöt óhraust heilsu og gat því eigi
tekið mikinn þátt í leikjum systkina sinna og annara
onglinga, er lifðu hollu, glaðværu æskulííi á blómlegu
búgörðunum hins fagra, sagnauðga Vermalands. Pegar
jafnaldrar hennar voru að leikjum, sat hún einatt
iætur eldra fólksins og hlýddi á sögur þess — og
Það kunni frá mörgu að segja — ótal æfintýrum, er
komið gátu ímyndunaraflinu á flug. Og það voru
oinmitt þessar sögur, er síðar áttu að verða til þess,
að bera nafn hennar út um víða veröld, vinna henni
heimsfrægð, veita henni hin veglegustu verðlaun og
skipa henni á bekk meðal afbragðsmannanna í and-
ans ríki.
I æsku ritaði Selma Lagerlöf talsvert, en ekkert
aí því hefir komið fyrir almenningssjónir. Hún þekti
þá eigi köllun sína. Hún var eins og fuglinn í búrinu,
sem syngur létt og lipurt, fegurstu tónunum nær hann
eigi fyr en hann frjáls og fjötralaus flýgur út úr búr-
lnn, út úr herberginu, út í hreint og heiðblátt himin-
bvolflð. það var sorgin og söknuðurinn, en eigi gleðin
er kendi Selmu Lagerlöf að þekkja ákvörðun sína.
öernskuheimilið, bletturinn, sem hún unni mest,komst
1 hendur ókunnugra. Hún hugði sig aldrei eiga þangað
afturkvæmt, og harmaði það mjög. En það fór eins
°g skáldið segir, að »endurminningin merlar æ í mána
silfri það, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blik-
andi fjarlægðar«. Fjarvistin vakti á ný sagnirnar
fornu í huga hennar, sögurnar, er hún hafði heyrt í
(147)