Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 160
æsku, um dáðríka riddara, stórráðar herragarðsfrúr,
drykkfelda presta og illa og ágjarna jarðeigendur.
Um alt þetta og margt fleira þurtti hún að skrifa. í
mörg ár reyndi hún og reyndi, og fanst henni sér
aldrei ætla að heppnast, og þoiinmæðin var oft að
þrotum komin. Loks sendi hún nokkra sundurlausa
kapítula blaði einu í Stokkhólmi (Idun), er heitið
hatði verðlaunum fyrir vel samda smásögu. Hún
vann verðlaunin og ritstjórn blaðsins bauðst íil að
sjá um útgáíu bókarinnar, eí hún vildi fullgera hana.
Tveim árum síðar (1892) kom út fyrsta bók Selmu
Lagerlöf y>Gösla Berlings saga«., sagnabálkur bygður
á vermlenzkum munnmælum. Bókin vakti þegar
eftirtekt. Menn lásu og undruðust. Petta var nýtt,
nýr skáldskapur, nýr stíll. Þetta var sænskt, sagn-
irnar kröptugar og dulrænar eins og þytur inst úr
þéttu, dimmu skógunum, og málið hreint og hrynjandi
eins og málmhljóðið i fjöllunum.
Með bók þessari vann Selma Lagerlöf liið mesta
þrekvirki. Um margra ára bil ríkti stefna realista
einvöld í sænskum bókmentum. Rómantiska slefnan,
sú er uppi var uin Norðurlönd um og eftir miðja
19. öld, var til grafar gengin. Nálægt 1880 hóf Strind-
berg stefnu realista til vegs í Svíþjóð og var siðan
postuli hennar og æðsti prestur um langa hríð. Hér
mátti segja, að rómantíkin kæmi fram í nýrri og
beíri mynd. Sögur þessar eiga trauðlega sinn líka í
norrænum bókmentum, nema þar sem er kvæða-
flokkur Runebergs »Fándrik Stáls Ságner«.
Nú var teningunum kastað, og brautin lá opin
fyrir Selmu Lagerlöf. 1895 kom út »Usynliga lánkar«,
smásögur meistaralegar að efni og stíl. Síðan má
lieita, að hver bókin hafi rekið aðra, og yrði of langt
þær aliar upp að telja. Merkust mun »Jerusalem«.
Auk hennar má nefna: »En herrgárdssagana, »Anli-
krisls mirakler«, s>Drolningar i Kungahella«, »Legender«
o. fl. Fyrir fám árum var Selmu Lagerlöf falið á
(148)