Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 31
gerðust um þessar mundir ýmsir þeir atburðir í
ensku stjórnmálalifi, sem honum voru ekki geðfelldir.
Asquith vinur hans varð þá að láta af stjórnar-
formennsku, en upp úr því var mynduð samsteypu-
stjórn Lloyd George’s. Nokkru áður en þetta varð
hafði Grey verið aðlaður og tók sæti í lávarðadeild-
inni og nefndist (Viscount) Grey of Fallodon.
Grey lávarður var ekki stórbrotinn stjórnmála-
maður og enginn hávaðamaður. Hann var gætinn og
rólegur skynsemdarmaður, þéttur fyrir og öruggur
og hélt fast um stýrið. í sumum þeim málum, sem
mestu varðaði,héit hann í meginatriðum áfram stefnu
fyrirrennara síns, Lansdowne’s lávarðar, þar á meðal
i einu stórmáli, sem mikil áhrif hafði síðar, en
það var afstaðan til Frakka. Pegar uppgangur Pjóð-
verja og vígbúnaður var sem mestur, um og einkum
eftir aldamótin, leituðu Frakkar hófanna hjá Eng-
lendingum um hernaðarbandalag. Peim málaleitunum
svaraði Grey fyrst svo, að slíkt bandalag gæti hann
ekki gert á sitt eindæmi, en þó kom málunum svo
að lokum að bandalagið var gert, og þeir Grey og
Cambon skiptust á bréfum um þetta. Pessi samninga-
gerð fór fyrst með leynd í nokkur ár, og segir Lloyd
George að henni hafi verið tekið með mikilli gremju,
þegar hún varð kunn í ráðuneytinu. Pessir samn-
ingar urðu undirrót bandalagsins í heimsstyrjöldinni
og svo aðrir samningar, sem Grey kom einnig á,
samningarnir við Rússa. Peir eru fyrst og fremst
verk Grey’s, en Salisbury hafði áður árangurslaust
boðið Rússum bandalag. Eitt af mestu vandamálum
Grey’s alla tíð var afstaðan til Þýzkalands. Um eitt
skeið hafði það verið efst á baugi að reyna að koma
á bandalagi milli Englands og Þýzkalands og Joseph
Ghamberlain reyndi þrívegis að koma á slíkri sam-
vinnu, en það tókst ekki, og upp úr því fór hugur
Englendinga meira og meira að snúast að Frökkum
og Rússum, enda óttuðust þá ýmsir þeirra lika vax-
(27)