Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Qupperneq 35
sjá greinilega í þvi, sem hann hefir skrifað sjálfur,
svo sein í minningabók þeirri, sem hann gaf út 1925
(Twenty Five Years 1892—1916). Par segir hann
meðal annars: »Styrjöld er enn saraa orðið sem það
var fyrir einni öld, en það er ekki sami verknaður-
inn, sem i því felst. Styrjöld var áður viðureign
tveggja herja. En framvegis mun hún með almennu
samkomulagi tákna það, að á efnafræðilegan hátt
verði lagðir í eyði fjölmennustu staðirnir. Hún táknar
líkamlegt, siðferðilegt og efnalegt hrun. Pað er því
nauðsynlegt, að ófriði verði afstýrt með almennu
samkomulagi. Er það hægt? Og ef svo er, hvernig er
það hægt? Áhrifamesta breytingin mundi verða sú,
að þjóðirnar hefðu dáiítið minni óbeit hver á ann-
ari, og hefðu dálitið meiri samúð hver með annari
en nú. . . Pjóðirnar verða að læra að útiloka það,
að gera út um deilumál sín með styrjöld. Framtíðin
og líf evrópiskrar siðmenningar veltur á þvi, hvort
menn láta sér viti heimsstyrjaldarinnar að varnaði
verða. Petta þarf ekki að verða til þess, að hætt verði
að beita valdi. Pað er oft nauðsynlegt að beita valdi,
til þess að halda við lögum og rétti. En gildi valds-
ins fer eftir því, hvernig því er beitt. Friðnum verður
ekki heldur haldið uppi, nema því að eins að til sé
skynsamlegt vald, til þess að halda lögum og reglu
í gildi. En það er nú fyrsta og helzta nauðsyn sið-
menntaðs mannkyns að verjast því, að ný styrjöld
lögleysis og upplausnar skelli á«. Pessar og þvilíkar
voru skoðanir Grey’s lávarðar á styrjöldum, þó að
atvikin féllu þannig, að hann hafði sjálfur þurft að
eiga hlut að þvi, að koma á og reka einhverja svæsn-
ustu styrjöld sögunnar. Á seinustu árum sínum var
hann mikill fylgismaður þjóðabandalagsins, enda
einn af þeim, sem fyrstir gerðust talsmenn þeirrar
hugsjónar, sem það var byggt á. — Hann andaðist
7. september 1933.
(31)