Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Page 36

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Page 36
Eduard Benes. Eitt af því sögulegasta, sem skeöi um ríkjaskipun í heimsstyrjöldinni, var hrun Habsborgaraveldisins í Austurríki og Ungverjalandi og stofnun nýrra Miö- Evrópuríkja. Tveir menn áttu öðrum fremur pátt i þessum málum, þeir Masaryk og Benes, sem þá voru forvígismenn tékknesku þjóðernishreyflngarinnar og síðan hafa mestu ráðiö og verið mestir virðingar- menn í Tékkoslovakiu, því nýja ríki, sem öflugast kom út úr sundrun Habsborgaraveldisins. Eduard Benes er fæddur 28. mai 1884 í þorpinu Kozlany í Tékkoslovakiu og er af fátæku bændafólki kominn. Hann brauzt samt til mennta og stundaði fyrst háskólanám í Prag, en siðan í París. Par var hann hér um bil ár þegar hann var rúmlega tvitugur, en stundaði um þær mundir einnig nám í London og i Berlin og tók að lokum doktorspróf í lögum í Díjon 1908 og fór þá aftur til Prag. Á þessum árum átti hann oft við þröng kjör að búa. í endurminn- ingum sínum segist hann hafa farið utan til þess að nema erlend mál og til þess að búa sig undir það að verða háskólakennari. En áhugi hans á stjórn- málum og þjóðfélagsmálum, og svo efnahagur hans, urðu til þess að hann fór jafnframt að fást við blaða- mennsku. Blaðaskrif hans urðu til þess að vekja at- hygli Masaryks á honum og kynntust þeir fyrst 1908. Masaryk hvatti hann eindregið til þess að halda átram til þess að afla sér víðtækari menntunar um heimspeki og þjóðfélagsmál og hét honum aðstoð sinni. Benes gekk í flokk hans, hinn svonefnda raun- hæfa framsóknarflokk, sem stofnaður hafði verið árið 1900 og átti mest fylgi sitt meðal menntamanna. Benes hafði frá æsku fundið til andúðar gegn því stjórnskipulagi og þjóðskipulagi, sem þá var í Austur- ríki, og utanferðir hans styrktu hann í þessu. Par að (32)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.