Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 40
skrifað margt um þjóðfélagsmál og hagfræði, alls um
12 bindi. Mikið af rannsóknum hans og ritstörfum
hefir snúízt um lýðræðið og gildi þess, og á það trúir
hann fyrst og fremst, þó að hann segist einnig sjá,
að það geti ekki leyst öll vandamál þjóðskipulagsins
eða afstöðuna milli ríkja og þjóða.
Franklin Roosevelt.
Siðan Franklin Roosevelt varð forseti Bandaríkj-
anna, hafa orðið þar meiri stefnuskipti í ýmsum
málum en dæmi eru til áður, því að forsetinn og
ráðgjafar hans hafa gripið til ýmsra ráða, sem áður
hefðu þótt, og þykja að vísu víða enn, mjög róttæk,
til þess að reyna að vinna bug á kreppunni, sem
ætlar að sliga Bandarikin.
Roosevelt er fæddur 30. janúar 1882 í New-York
og er af góðu bergi brotinn, af einhverjum elztu og
helztu ættum Bandaríkjanna. Hann var snemma
settur til mennta, fór í Harvard og Columbiu há-
skóla og las Iög og gerðist síðan málaflutningsmaður
í New-York 1907. Skömmu áður (1905) hafði hann
gifzt frændkonu sinni fjarskyldri, Eleanor Roosevelt,
og hefir hún einnig látið mikið að sér kveða. —
Roosevelt fór snemma að fást Við stjórnmál og varð
senator í New-York 1910, en hvarf frá því starfi
þremur árum seinna, er hann flultist til Washington
og varð embættismaðnr í flotamálaráðuneytinu. Par
var hann í 7 ár og annaðist ýms mikilsverð störf.
Hann var t. d. eftirlitsmaður Bandaríkjaflotans, sem
til Evrópu fór, og þegar styrjöldinni var lokið, stjórn-
aði hann heimsendingu hermannanna. Umsýsla hans
og áhugi varð fyrir alvarlegu áfalli 1921, því að þá
fékk hann lömunarveiki. En hann lét ekki bugast og
með líkamsæfingum og stálumbúðum um fætur sér
tókst honum að komast aftur á kreik, og hann varð
(36)