Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Síða 41
verkfær á ný og tók til óspilltra mála. Hann var
kosinn ríkisstjóri í New-York ríki 1928 og aftur 1930
og varö vinsæll. Svo var hann kosinn forseti í staö
Hoovers, með hærri atkvæðatölu en nokkurt for-
setaefni hafði fengið á undan honum. Hann tók við
völdum 4. marz 1933.
Prátt fyrir það, pótt Hooverstjórnin hefði á marg-
an hátt reynt að berjast gegn vaxandi kreppu, var
ástandið illt og ískyggilegt, þegar Roosevelt tók við,
framleiðsla og útflutningsverzlun fór minnkandi og
atvinnuleysi óx, og í júní 1930 vartalið, að tekjuhalli
sambandsfjárlaganna væri orðinn tveir miljarðar
dollara. Úr þessu hefir Roosevelt reynt að bæta með
sivaxandi ríkisihlutun i atvinnulífið, og hefir safnað
um sig ráðgjöfum, svonefndum »brain trust«, sem
reynt hafa margar nýjar leiðir.
Helztu ráðstafanir Rooseveltstjórnarinnar eru þær,
sem fólgnar eru í hinum svonefndu sveitarhjálpar-
lögum (Farm Relief Act) og lögunum um endurreisn
iðnaðarins (NIRA). Tílgangur fyrri laganna er sá, að
létta skuldabyrði bænda, með því að snúa gömlum
lánum þeirra í önnur ódýrari, og með þvi aö tak-
marka búnaðarframleiðsluna til þess að reyna að
hækka verðlagið. í þessum lögum var forsetanum
einnig veitt heimild til gengislækkunar, og hefir hún
verið notuð. Hin lögin voru samþykkt með litlum
atkvæðamun og áttu að greiða fyrir viðskiptum, efla
samstarf iðngreinanna, samvinnu verkamanna og
vinnuveitanda, afnema óheiðarlega samkeppni, minnka
atvinnuleysið, bæta kjör verkamanna og endurreisa
atvinnuvegina. Pessi víðtæku og nokkuö almennu
stefnuskráratriði hefir Roosevelt reynt að fram-
kvæma með því að ákveða lágmarkslaun og há-
marksvinnutíma. í júlí 1933 var t. d. bönnuð barna-
vinna, ákveðin 40 stunda vinnuvika í búðum og
skrifstofum, án tilsvarandi lokunar, og 35—40 stunda
vika hjá verkamönnum. Lágmarkskaup var þá ákveðið
(37)