Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Qupperneq 42
12—15 dollarar á viku í búöum og skrifstofum, en
40 cent um klukkustund hjá verkamönnum. Ýmsar
deilur og róstur hafa orðið út af pessum ráðstöf-
unum og stundum hafa verkamenn og bændur, en
stundum vinnuveitendur og stóriðjumenn, verið óá-
nægðir. Stóriðnaðurinn hefir að ýmsu leyti orðið að
láta undan kröfum Roosevelts eða verkamanna, en
hins vegar hefir hann unnið á í einu, sem stóriðju-
mönnum hefir lengi verið áhugamál. Peir hafa fengið
afnumin lögin um bann gegn hringum eða »trustum«
og þar með hefir löggjöfin horfið frá því að vernda
frjálsa samkeppni, eins og hún hafði ávalit gert
siðan 1890. Darrow-nefndin, sem stjórnin skipaði til
þess að rannsaka áhrif viðreisnarstarfsins, hefur m.
a. gagnrýnt harðlega áhrif þess á viðskiptalífið og
telur ástandið í landinu að mörgu leyti mjög slæmt.
Enn þá verður ekki sagt um það með vissu, hvern
árangur ráðstafanir Roosevelts muni bera. Pær hafa
ekki haft þau snöggu og gagngerðu umbótaáhrif,
sem fylgismenn hans gerðu ráð fyrir í fyrstu sigur-
vímunni, meðan Roosevelt var hylltur sem hinn
glæsilegi bjargvættur úr öngþveitinu. í sumum grein-
um virðast ráöstafanirnar þó hafa orðið til þess að
skapa nýjan bata og nýjan framkvæmdahug. Sumum
þykir Roosevelt nokkuð reikull í ráði og segja, að
hann sé ihaldsmaður í austurríkjunum, en róttækur
í vesturrikjunum. Sjálfur segist Roosevelt fyrst og
fremst vera frjálslyndur maður. Og hvað sem úr
stjórnarráðstöfunum hans verður, má segja, að hann
sé áhugasamur athafnamaður og ótrauður tilrauna-
maður, síkvikur og fylgist vel með, vel menntaður
og víðlesinn. Hann hefir sett ýmsar skoðanir sínar
fram í bókum, sem heita Horft fram á leið (Looking
Forward) og Áleiðis (On our Way).
(38)