Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Page 44
burg. Sú stjórn, sem Hitler myndaði fyrst, var eigin-
lega samsteypustjórn, því að í henni áttu sæti full-
trúar miðflokksins, þýzka þjóðflokksins (Hugenberg)
og stálhjálmaliðsins (Seldte). En Hitler og hans menn
settu þó mestan svip á stjórnina, og í næstu kosn-
ingum, 5. marz, unnu þeir nýjan sigur, fengu 44°/«
allra atkvæða og 298 af 647 þingsætum og urðu lang-
stærsti flokkurinn. Eftir þetta fór Hitler að færa sig
meira og meira upp á skaftið, unz hann lét sam-
þykkja lög um það að fela ríkisstjórninni alræðis-
vald í 4 ár. Með þessum lögum, sem eru að eins 5
stuttar greinir, var Weimarstjórnarskipunin og jafn-
aðarmannalýðveldi Pýzkalands endanlega afmáð, en
hið svonefnda þriðja ríki hófst.
Hitler og menn hans hafa gert ýmsar gagngerðar
breytingar á stjórnskipulagi ríkisins. Sjálfstæði ein-
stakra sambandslanda var afnumið og Pýzkalaud er
orðið ein ríkisheild, þó að ávallt þyki Hitler það á
vanta, að Austurríki sé ekki í sambandinu. Sam-
kvæmt hinu nýja skipulagi skipar rikisforsetinn lands-
stjóra í hverju landi, en hann aftur forsætisráðherr-
ann. Ríkiskanzlarinn er jafnframt landsstjóri í Prúss-
landi. Á margan hátt annan hefir einræði Hitlers og
flokks hans komið fram, s. s. í því að aðrir flokkar
en flokkur þjóðernisjafnaðarmanna hafa verið bann-
aðir, með lögum frá 15. júníl933, og allmörgum emb-
ættis- og starfsmönnum hefir verið vikið frá. Mestur
gnýr hefir þó orðið nm afstöðu flokksins gagnvart
Gyðingum. En það hefir frá upphafi verið eitt grund-
vallaratriði í kenningum Hitlers, og er þó mikiu
eldra en stjórnmálaafskipti hans, frá Gobineau og
Chamberlain, að hinn hreini germanski kynslofn væri
undirrót alls hins bezta og þróttmesta í allri menn-
ingu, en Gyðingar væru helztu og verstu andstæð-
ingar Germana. Annan höfuðóvin Pýzkalands hefir
Hitler talið kommúnista eða Marxista og hefir því
farið mjög hörðum höndum um fylgismenn þeirrar
(40)