Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Page 45
stefnu og meðal annars \ísað þeim alveg burt af
þingi.
Meginviðfangsefni Hitlers síðan hann tók við
stjórn hafa að sjálfsögðu verið atvinnu-og fjármálin,
og á úrlausn þeirra mála mun framtíð hans velta
mest. Hann hefir reynt að bæta úr atvinnuleysi og
efla iðnaðinn og búnaðinn og sett ýmis nýmæli i
þeim greinum, svo sem hin nýju erfðaiög bændanna
(Erbhofgesetz 29. september 1933), sem eiga að vera
sett »til þess að bændastéttin sé blóðuppspretta
þýzku þjóðarinnar«. Pessar og aðrar ráðstafanir
Hitlers eru þó enn i óvissu og á tilraunsstigi, þó að
þær hafi í mörgu breytt svipnum á þýzku þjóðlífi.
Pað er sagt, að Hindenburg hafi einhverju sinni sagt
í gamni, að Hitler minnti sig á austurrisku fallbyss-
urnar í stríðinu; þær hafi verið stórar og hvellmikl-
ar, en aldrei hæft markið. Eitthvaö á þessa leið hafa
margir andstæðingar Hitlers hugsaö um hann, en
mikill fjöldi þýzku þjóðarinnar litur þó upp til hans,
sem þess leiðtoga, sem bjarga muni þjóðinni út úr
kreppu og niðurlægingu, og bókin, þar sem Hitler
hefir lýst baráttu sinni (Mein Kampf) og sett fram
skoðanir sínar, áfellisdóma sína og vonir, heiir selzt
flestum bókum meira í Pýzkalandi.
Vilhjálmur P. Gíslason.
Árbók íslands 1933.
a. Ýmis tfðlndi.
Árferði. Frá áramótum til febrúarloka var um-
hleypingasamt, en fremur milt og snjólétt. í mars
var auð jörð víða. Um miðjan apríl var austan-
áhiaup á Suðurlandi og snjóaði mjög í Mýrdal og
(41)