Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 50
vísað til stjórnarinnar og 6 visað frá með rök-
studdri dagskrá. 42 þingsályktunartillögur komu
fram og voru 25 þeirra samþykktar.
Júní 5. Alþingi rofið. — Fóru fram kapþreiðar við
Elliðaár hjá Rvik.
— 10. Fundust landskjálftakippir í Rvík, Árness-sýslu,
Rangárvallasýslu, Borgarfirði, Snæfellsness-sýslu
og á ísafirði. Fyrsti kippurinn var allsnarpur.
— 11. Synti Sigríður Hjartar, ungfrú frá Siglufirði,
yfir Oddeyrarái, á 21 minútu. Áður hafði Jóhann
Ólafsson heildsali í Rvík synt yfir hann á 25 mín.
— 17. Afmæli Jóns Sigurðssonar.
— 21. Strandaði færeysk fiskiskúta, Budanes, á Hell-
unni við Siglufjörð. Mannbjörg varð.
— 22. Hófst prestastefna í Rvlk. Lauk 24. s. m.
— 23. Háð Íslandsglíma í Rvík. Lárus Salómonsson
varð sigurvegari á ný og hélt þvi glímukongsheit-
inu. Fegurðarglímuverðlaun hlaut Sigurður Thor-
arensen og þar með titilinn glímusnillingur íslands.
Júlí 1,—5, Iðnþing landssambands iðnaðarmanna
haldið í Rvík.
— 5. Kom ítölsk flugsveit í 23 vélum tii Rvíkur, á
leið frá Róm til Chicago. Foringi fararinnar Balbo
flugmálaráðherra. Sveitin fór 12. s. m.
— 9. Fyrri hluti sundmeistaramóts t. S. í. háður i
Örfirisey hjá Rvík. Haukur Einarsson prentari
setti nýtt met í stakkasundi ofan í sitt gamla og
vann með því stakkasundsbikarinn. Nýtt met setti
i frjálsri aðferð fyrir stúlkur Jóna Sveinsdóttir.
Fyrstur varð í bringusundi af körlum Bórður
Guðmundsson.
— 12. Seinni hluti sundmeistaramóts í. S. í. háður í
Örfirisey. Fyrstur varð í 400 stiku frjálsri aðferð
karla Jónas Halldórsson.
— 16. Alþingismannakosningar: Reykjavík: Jakob
Möller, Magnús Jónsson og Pétur Halldórsson,
(Sjálfstæðismenn, 5693 atkv.), og Héðinn Valdi-
(46)