Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 55
skrúösflröi, Breiðdalsvík og víðar eystra. Haldið
frá Trölladyngju.
Nóv. 9.(?) Stórskemmdist íbúðarhús á Akureyri, af
bruna, og talsvert af húsgögnum.
— 15. Slitnaði sæsíminn milli Færeyja og íslands, 55
sjómílur frá Seyðisflrði. Skömmu síðar var gert
við símann.
— 16. Brann íbúðarhúsið i Frakkanesi á Skarðsströnd.
Nokkuru af innanstokksmunum varð bjargað. Allt
var vátryggt.
— 19. Strandaði botnvörpungur, Geysir, á Torness
Point i Orkneyjum. Mannbjörg varð. Botnvörp-
ungurinn náðist út aftur, en sökk á Pentlands-
firði, er björgunarskip var með hann í eftirdragi
til hafnar.
— 21. Strandaði í Víkum á Skaga pýzkur botnvörp-
ungur, Neufundland. Mannbjörg varð. Skipið náð-
ist út.
— 25., aðfn. Stórskemmdist barnaskólinn i Stykkis-
hólmi, af bruna, Norðurendi hússins brann alveg,
bókasafn skólans, áhöld o. fl.
— 30,, aðfn. Ofviðri og sjógangur sunnan- og vestan-
lands olli nokkuru tjóni, aðallega í Vestmanna-
eyjum, en einnig á Stokkseyri, í Porlákshöfn,
Grindavík, á Akranesi, Bíldudal og í Hnífsdal. —
Vélbátur, er skip hafði í eftirdragi, sökk á Húna-
flóa.
Dec. 1. Fullveldisdagurinn.
~~ 9. Alþingi slitið. Hafði til meðíerðar 47 lagafrum-
vörp. Af þeim voru 26 afgreidd sem lög, tvenn
voru felld, en 19 dagaði uppi. 54 þiugsályktunar-
tillögur voru lagðar fyrir þingið og af þeim 31
samþykktar.
~~ 10. Strandaði hjá Svíuafellsósi enskur botnvörp-
ungur, Margaret Clark. Mannbjörg varð.
~~ 11* Brann hús á Siglufirði. Engum húsmunum
varð bjargað.
(51)