Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Page 58
firði, og Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur að
Stóra-Núpi.
April 5. Séra Jón Jakobsson, settur sóknarprestur að
Bíldudal, var skipaður sóknarprestur par.
— 11. Var Jóni Þorvaldssyni héraðslækni í Hesteyrar-
héraði veitt lausn frá embættinu, frá 1. júní s. ár.
Um mánaðamótin sagt upp gagnfræðaskólanum
i Vestmannaeyjum. Ellefu nemendur útskrifuðust.
Maí 1. Var Helgi Guðmundsson ráðinn aðalbanka-
stjóri útvegsbankans.
— 9. Sigurður Pálsson cand. theol. var skipaður
sóknarprestur að Hraungerði, frá 1. júní s. ár.
— 22. Var Ara Jónssyni héraðslækni í Hróarstungu-
héraði veitt héraðslæknisembættið í Fljótsdals-
héraði, frá 1. júli s. ár.
— 28. Prestvígður Sigurður Pálsson fyrrnefndur.
í p. m. lauk Gústaf A. Sveinsson lögfræðingur
prófraun fyrir hæstarétti, sem krafizt er til að
mega flytja mál fyrir réttinum. — Skilaði Torfi
Hjartarson af sér bæjarfógetastörfum á ísafirði.—
í p. m.(?) var Skúli Guðjónsson dr. med. skipað-
ur yfirlæknir við »Direktoratet for Arbejds- og
Fabrikstilsynet« í Khöfn.
Júni 3. Sæbjörn Magnússon læknir var skipaður hér-
aðslæknir i Hesteyrarhéraði, frá 1. júní s. ár.
— 12. Var forsætisráðherra falið að veita forstöðu
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og atvinnumála-
ráðherra öðrum málum, er heyra til dómsmála-
neytinu, í fjarvist dómsmálaráðherra.
— 16. Einar Ólafur Sveinsson mag. art. í Rvík varð
doktor i heimspeki í háskólanum hér, fyrir rit
um Njálu.
— 17. Menntaskólanum á Akureyri sagt upp. 14 nem-
endur luku stúdentsprófi, en 48 gagnfræðaprófi.
— Var dr. Alexander Jóhannesson prófessor endur-
kosinn rektor liáskólans, til 1. okt. 1934.
— 30. Fékk ungfrú Svanhildur Ólafsdóttir löggildingu
(54)