Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 60
settur héraðslæknir í Hróarstunguhéraði. — Árni
Jónsson, settur læknir í Hróarstunguhéraði, var
skipaður læknir þar.
Júlí 9. Arent Claessen stórkaupmanni i Rvík leyft að
bera officier-merki Orange-Nassau-orðunnar, er
Hollandsdrottning hafði sæmt hann. — Georg
Georgssyni héraðslækni i Fáskrúðsfjarðarhéraði
veitt lausn frá embættinu, frá 1. okt. s. á.
Ágúst 27. Bjarni Benediktsson lögfræðingur skipaður
prófessor i lögfræðideild háskólans. — Sigurði Lín-
dal Pálssyni, B. A., veitt kennaraembættið í ensku
í menntaskólanum á Akureyri, frá 1. okt. s. á.
Um mánaðamótin var Dagbjartur Jónsson cand.
theol. settur kennari í gagnfræðaskólanum í Flens-
borg í Hafnarfirði, í stað Önnu Bjarnadóttur.
Sept. 12. Valtýr Valtýsson cand. med. var settur hér-
aðslæknir i Hróarstunguhéraði. — Var Vilhjálm-
ur Finsen ritstjóri í Osló sæmdur riddarakrossi
Dannebrogsorðunnar.
— 15. Séra Garðar Svavarsson, settur prestur að Hofi
í Álptafirði, var skipaður sóknarprestur þar.
— 16. Var brezkur botnvörpungsskipstjóri, J. Brown,
í Grimsby, heiðraður af íslenzku stjórninni með
minningargjöf, vindlingaveski úr silfri, fyrir björg-
un skipshafnarinnar af vélbáti, Fræg, frá Vest-
mannaeyjum, er sökk 13. apríl s. ár.
— 22. Guðmundi Guðfinnssyni augnlækni i Rvik veitt
héraðslæknisembættið í Fáskrúðsfjarðarhéraði,
frá 1. okt. s. ár.
-— 26. Sæmdi konungur Viggó Eyjólfsson bílstjóra i
Rvik konunglega íslenzka verðlaunaskildinum með
kórónu.
Okt. 1. Dr. Alexander Jóhannesson útnefndur heið-
ursfélagi þýzka akademisins.
— 4. Ungfrú Ásta Magnúsdóttir skipuð rikisféhirðir.
— 6. Torfi Jóhannsson cand. juris skipaður fulltrúi
í fjármálaráðuneytinu.
(56)