Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Page 70
Júní 17. Jón Karel Kristbjðrnsson í Rvík; fæddur ,0/n
1911. Dó af afleiðingum slyss í knattspyrnu-
kappleik.
— 23. Hrefna Þorkelsdóttir hárgreiðslukona í Rvík;
fædd 0/n 1896. Dó í Khöfn.
— 30. Guðrún Möller húsfreyja i Rvik.
Um miðjan p. m. dó Hildur Porvaldsdóttir
ungfrú á Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum; fædd
30/io 1912. — í p. m. dó Jón Hallbjörnsson á Brúar-
hrauni í Kolbeinsstaðahreppi; um fertugt.
Júlí 5. Porgrímur Pórðarson læknir í Keflavík, fyrr-
um héraðslæknir; fæddur ,7/n 1859.
— 7. Elín Matthiasdóttir í Rvík; frá Orrahóli á Fells-
strönd. — Helga Guðmundsdóttir í Rvík, ekkja
frá Vatnsdal í Rangárvallasýslu. — Ólöf Guðmunds-
dóttir í Rvík, ekkja frá Grindavik; fædd ”/» 1862.
— 10. Lárus Lárusson gjaldkeri rafveitunnar í Rvík;
fæddur 13/ii 1865. Dó á Akureyri.
— 12. Guðmundur Ögmundsson á Efri-Brú í Gríms-
nesi; fyrrum bóndi par. — Þórður Pórðarson í
Rvík; fæddur 1872.
— 15. Elín Jónasdóttir Stephensen landshöfðingja-
ekkja í Rvik; fædd Thorstensen, ,8/» 1856. — Guð-
mundur Einarsson á Kverngrjóti í Dalasýslu. —
Haraldur Sigurðsson tannlæknir í Iíhöfn; fæddur
80/i 1876. — Drukknaði maður úr Rvík, í Meðal-
fellsvatni. Var við silungsveiðar.
— 16. Hallgrímur Davíðsson verzlunarstjóri á Akur-
eyri. Dó í Rvík.
— 20. Varð maður undir bíl í Bólstaðahlíðarskarði
og dó samstundis. Hét Sigurður Jónsson og var
frá Álfgeirsvöllum; rúmlega prítugur.
— 22. Björn Björnsson Olson kaupmaður á Gimli í
Canada; fæddur 2“/io 1866. — Dró hestur dreng í
Ey í Landeyjum til bana.
— 23. Guðrún Bjarnhéðinsdóttir á Skeggjastöðum i
Flóa, 86 ára.
(66)