Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 73
bana af slysi. Hétu Björn og Porlákur Friðriks-
synir Vatnsdal.
Okt. 25. Varð telpa í Rvík fyrir bíl og beið bana af
samstundis.
— 26. Runólfur Runólfsson frá Strönd í Meðallandi;
29 ára. Dó í Rvík.
— 31. Kristin Gísladóttir í Rvík; fædd 5e/10 1857. —
Beið maður í Pingvallasveit bana af byssuskoti.
í p. m. dóu Jóhannes Jóhannesson á ísafirði,
fyrrum bóndi á Ytra-Lóni á Langanesi, og Ólafur
Magnússon bóndi í Dufþekju; fæddur 80/io 1848.
Nóv. 2. Jónatan Porsteinsson á Hálogalandi hjá Rvík,
fyrrum kaupmaður í Rvík; fæddur 14/s 1880. Dó
af afleiðingum bilslyss daginn áður.
— 3. Fórst vélbátur, Fram, frá Dalvík, með 4 mönn-
um. Formaðurinn hét Helgi Sigfússon.
— 6. Hvarf maður í Rvik, Jón Hannesson að nafni,
frá Austurkoti við Skerjafjörð; hátt á áttræðisaldri.
Lík hans fannst í höfninni.
— 7. Vagnbjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Rvík; fædd
n/io 1864.
— 12. Páll Jónsson Ólafson tannlæknir í Rvík;
fæddur ‘/o 1893.
— 13. aðfn. Varð Sigurjón Guðmundsson, skrifstofu-
maður í Rvík, úti í Selvogi; fæddur 1903.
— 16., aðfn. Drukknaði maður á Siglufirði.
— 18. Gunnlaugur Helgason á Brekku á Álftanesi,
fyrrum bóndi á Gilsá í Breiðdal. Dó í Rvík.
— 19. Margrét Pórólfsdóltir i Rvik, ekkja frá Arnar-
holti á Kjalarnesi.
— 24. Ágústa Hólmfríður Jóhanna Gústavsdóttir,
ekkja í Rvík; fædd Ahrens, ”/« 1851.
— 29. Eyrún Jónsdóttir í Rvík; frá Árgilsstöðum.
— 30. Sigríður Porláksdóttir í Rvík, ekkja frá Rauðará
hjá Rvík; fædd so/. 1853.
í þ. m. dó Brynjólfur Bergsson á Ási í
Fellum.
(69)