Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Síða 77
í Ungverjalandi. Par heflr nýlega verið reist fyrsta
bálstofan, en yfirvöldin banna að nota hana, vegna
þess að lðggjöf vantar þar í landi um bálfarir.
Trúarbrögð. Pað heflr jafnan reynzt erfitt að hagga
við rótgrónum kirkjulegum venjum, enda hafa kirkj-
unnar menn erlendis víðast hvar lagzt á móti bál-
förum, og kaþólska kirkjan beinlínis lagt bann á
þær, þó því muni ekki alstaðar íylgt. Pótt fjöldi
manna trúi á annað lif, ætti ekki að gera sér svo
barnalegar hugmyndir, að dauður líkaminn eigi fram-
tið fyrir sér, eða hafi nokkra þýðingu síðar. Hvernig
færi þá um alla pislarvottana, sem dóu á báli, eða
alla þá, sem farast váveiflega í eldi? Eiga þeir þá
ekki von á svonefndri upprisu?
Ótti við dauðann mun vera undir niðri hjá flest-
um. Áður fyrr létu menn hrella sig með vítiskenn-
ingum kirkjunnar, og enn í dag hafa margir beyg af
greftruninni, i dimmri gröf, enda uggur við kvik-
setning hjá mörgum manninum. Af ýmsum ástæðum
mun þvl núlifandi kynslóð fella sig betur við hrein-
lega og fljótlega eyðing líkamans, í iíkofninum.
Pað verður að viðurkenna, kirkjunni til lofs, að
á siöari tímum hafa prestarnir viða um lönd hætt
að vinna á móti bálförum, og jafnvel aðhyllzt þær.
Fyrirmyndarmaður i þessu efni er séra J. Hansson
í Luleá í Svíþjóð, sem heflr gengizt fyrir stofnun
bálstofu í prestakalli sínu, og ferðazt um landið til
þess að vinna fyrir þetta mál, með fyrirlestrum. —
Ég hygg óhætt að fullyrða um islenzka kirkjumenn,
að ýmsir þeirra séu hlynntir bálförum, en hinirlegg-
ist a. m. k. ekki á móti þessari hreyfingu.
Bálfarir eru í raun og veru óviðkomandi trúar-
brögðum og stjórnmálum. Líkbrennsla er menningar-
mál, sem heflr sín boð að bera til fólksins — fljót-
lega, ódýra og hugðuæma eyðing líkamans, eftir
dauðann.
Löggjöf. í hverju Iandi þarf vitanlega að vera til
(73)