Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 78
löggjöf, sem heimilar likbrennslu. Forvigismenn lik
brennslunnar hafa átt við mikla erfiðleika að stríða
í pessu efni. Löggjafar eru yfirleitt íhaldsamir menn,
hvaða flokks sera þeir teljast til. í mörgum löndum
hefir það kostað mikið strið að fá setta skynsamlega
og frjálslynda líkbrennslulöggjöf. Peir, sem leggjast
á móti líkbrennslu, hafa ætíð reynt að lýta lögin að
einhverju leyti — og borið ýmsu við.
Ein viðbáran hefir verið sú, að með líkbrennslu
sé loku skolið fyrir uppgröft (»exhumation«) á lík-
inu síðar, ef grunur kynni að koma upp um glæp-
samlegan verknað í sambandi við andlátið. Pótt þetta
eigi sér mjög sjaldan stað, var í ýmsum löndum
lengi vel krafizt krufningar á likinu á undan brennslu;
margir hafa beyg af þeirri athöfn — reyndar alveg
að ástæðulausu. En þessi krafa varð þó til þess að
draga úr bálförum, enda refirnir til þess skornir. í
Svíþjóð og Danmörku var heimtuð krufning á fyrstu
árum hreyfingarinnar; en nú hefir veriö fallið frá
þessari kröfu, og látið nægja læknisvottorð um dauða-
meinið. í okkar frjálslyndu löggjöf, frá 1915, eru
engar hömlur á þvi, að lík sé brennt, nema eitthvert
barn hins látna andmæli því. Vér höfum því ekki
þurft að standa í neinu stappi út úr löggjöfinni. Pað
er bygging bálstofu, sem tefst fyrir okkur.
Heilbrigðisatriði. í sambandi við líkbrennslu er rétt
að hugieiða nokkur atriði viðvíkjandi kirkjugörðum.
Hvernig er kirkjugarði bezt fyrir komiö? Heppileg-
ast er að hafa grafreit í hæfilega þurrum, myldnum
jarðvegi. Sumstaðar er þess ekki kostur. í Reykjavík
hefir verið horfið að því að þurka upp blauta mýri
til grafreits, og varið til þess ærið miklu fé, i stað
þess að leggja þá peninga i bygging bálstofu. Frá
útlöndum eru frásagnir um óþrif og óhollustu frá
grafreitum, enda hefir þetta ráðið miklu um það,
hve margir erlendir læknar og heilsufræðingar hafa
beitt sér fyrir bálstofumálið. Likin eru árum saman
(74)