Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Síða 79
að leysast sundur í gröfunum, og geta því vatnsból
mengast skaðvænlegu rennsli úr grafreitunum. Er
þess getið í ársskýrslu danska líkbrennslufélagsins
frá árinu 1932, að þetta muni sumstaðar eiga sér enn
stað i Danmörku. Mér er ekki kunnugt um, hvort
svo muni vera hér á landi. En aldrei er það nema
ósamboðið menningu og þekkingu nútimans að grafa
niður lík til rotnunar, í hundraða- og þúsundatali,
nálægt mannabústöðum. Vaninn heflr gert menn
sljóva í þessu efni.
En það er annað atriði, sem vert er að minnast á,
i sambandi við heilsuspilli, vegna greftrana, og það
eru fylgdirnar í kirkjugarðinn. Menn ganga lötur-
hægt, oft langa leið, í misjöfnu veðri, á öllum árs-
tímum, frá kirkju í garð, þar sem fylgdin staðnæmist.
Karlmenn standa þar berhöfðaðir og bæna sig. —
Merkir enskir læknar tala um mannslát, sem megi
rekja til þess, að fólk verði innkulsa og fái lungna-
bólgu upp úr jarðarför. Svo að það er víðar en á ís-
landi, sem óheppilegir siöir tíðkast, þegar menn eru
jarðsungnir. Stundum eru jarðarfarirnar lengdar að
mun, vegna þess að menn finna upp á þeim hégóma,
að bera kistuna á milli sin, i staö þess að aka henni
á likvagni. Hér við bætist, að við húskveðjur þurfa
margir að híma úti í misjöfnu veðri, vegna pláss-
Ieysis inni. Er því ærið tilefni til þess við jarðarfarir,
að menn kveflst og verði innkulsa. Pað eru líka
dæmi til þess hér á Iandi, að menn fái lungnabólgu
upp úr því að fylgja, að vetri til. í rauninni er það
mesta ónærgætni af fólki, í litlu húsplássi, að aug-
lýsa húskveðju. Þessar athafnir ætti að leggja
uiður, nema þá fyrir nánustu vandamenn heimilis-
ins. Stærstu kaupstaðirnir hér á landi eru a. m. k.
orðnir of stórir til þess að halda þeim sveitasiðum
við jarðarfarir, sem enn tíðkast.
Bálstofa er tilvalin til þess að losa menn við vafst-
ur og hrakninga í kirkjugarðinum. Líkfylgd og vanda-
(75)
L