Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Síða 98
manstungu, að hann snaraði lausri kápu yfir sig,
áður hann reið heiman. Kona hans spurði, hvi hann
byggist svo. Hann kvað hana vita það við afturkomu
sína. En er hann reið á Hvítá við skóginn, var kápan
hrifin af herðum honum og hvirflað í lopt upp. Er
sagt, að Snorra presti væri ætlað pað sjálfum.
Margar eru fleiri sögur af Snorra presti, og ein,
að hann stykki yfir Hvitá í gljúfrum 12 álna, og sé
þar nú kallað Snorrahlaup, og enn, að báti hvelfdi
undir honum á Hvalfirði (aðrir segja Hvammsfirði);
væri á stórhríð, svo að allt síldi. En hann synti þá
með annan háseta sinna til lands (en annar týndist),
og væri það nær hálfri viku sævar.
Snorri prestur var gamansamur og kvað oft eigi
all-snoturt, sem þá er hann kvað visu þessa, sumir
segja við konu sína: [Hér kemur aftur vísan, sem
fremst er hér, og er nú upphafið svo: Pykja mundi
þvestið ætt; þá er sagt, að hún kvæði í móti, en
aðrir eigna presti það líka, ogervísunnar áðurgetið,
en eigi eftir hafandi]. Fleiri vilja segja, að Snorri
prestur kvæði þessar og fleiri slæmar vísur um fólk
á Mýrum, og að embætti hans hafi orðið hætt fyrir
þann kveðskap sinn, og hafa svo hina fyrstu vísu:
Flestum þykir fleskið ætt o. s. frv. Lærðurvar Snorri;
var og latínuskáld.
Snorri prestur hafði steina þrjá raikla við túngarð
á Húsafelli, er hann kallaði Fullsterk, Hálfsterk og
Amlóða, að reyna með þeim afl manna. Hafði hann
aldrei Fuilsterk hærra tekið en undir kné. En Háif-
sterk kom hann upp á garðinn, þá er hraustir meðal-
menn komu Amlóöa á kné. Pegar Jón Espólín hafði
Borgarfjarðarsýslu og bjó í Pingnesi, reið hann eitt
sinn af þingi upp til Húsafells að hitta prest og svo
að fást við steinana. Féll vel á með Espólín og presti.
En er hann fekkst við steinana, kom hann Hálfsterk
með engu móti upp á garöinn, en allt að garðs-
brúninni, en prestur setti hann upp, og orðinn þá all-
(94)