Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Qupperneq 31
orða í flokknum, nema klnn alvaldi flokksforingi
óskaði þess. Þess hefir verið getið til, að hinn ungi
Daladier hafi kunnað þessu illa, og að sú beiska
deila, sem siðan gaus upp milli þessara merku
manna, eigi meðfram rætur sínar að relcja til þess,
hvað hinn unga Daladier langaði til að losna undan
hinum stranga húsaga læriföður síns.
Og Daladier losaði sig hægt og hægt undan áhrif-
um Herriots. Hann gerði meira. Hann tók við for-
ustu flokksins beint úr höndum lærimeistara síns.
Hann er meiri athafnamaður en Herriot en langtum
lakari ræðumaður. Hann er viljasterkur og laus við
tilfinningasemi. Og einn dag, þegar Herriot gerði
alvöru úr þeirri hótun sinni að leggja niður for-
ustuna í flokknum, sá Daladier um það, að menn
létu sér þau málalok vel lynda, og varð síðan sjálf-
ur eftirmaður hans.
Daladier hefir þrisvar sinnum verið forsætis-
ráðherra Frakklands. Á öðru forsætisráðherratíma-
bili hans urðu hinar blóðugu óeirðir i París, 6.
febrúar 1934. Stavisky-hneykslið hafði gert það
lýðum ljóst, að mikil fjármálaspilling átti sér stað
jafnvel á hinum hæstu stöðum. Þolinmæði almenn-
ings var mjög misboðið. Fasistar i Frakklandi þótt-
ust hér sjá sér leik á borði. Andstæðingar stjórn-
skipulagsins hugðust að nota sér óánægju og gremju
fólksins og steypa lýðveldinu. Fasistafylkingarnar
lögðu undir sig göturnar í París. Undir herópinu:
Niður með stjórnskipulagið! héldu fylkingarnar á-
leiðis til fundarhúss fulltrúadeildarinnar. Fasista-
uppreistin, sem ýmsir höfðu vænzt og aðrir undir-
búið kappsamiega, hafði í raun og veru brotizt út. Á
þessari úrslitastund franska lýðveldisins valt allt á
forsætisráðherranum, æðsta manni landsins. Hvað
gerði Daladier? Þegar uppreistarmúgurinn reyndi að
fara yfir Cancordbrúna til þess að komast til þing-
hússins var honum tekið með skothríð. „Þeir skjóta,
(27)