Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Qupperneq 33
orð: Patrie et Republique — ættjörðin og lýðveldið.
Og hann hefir í ræðu, sem hann hélt nýlega, lýst
hlutverki stjórnar sinnar á þá leið, að það væri
að skapa samræmi og samtök milli þess anda, sem
reif niður Bastillien og þess, er varði Verdun.
Sigurður Einarsson.
Jose Miaja.
Sennilega hefir enginn maður af þeim, sem
koma við sög'u styrjaldarinnar á Spáni, getið sér
meira frægðar orð en Jose Miaja hershöfðingi. Og
þó má svo heita, að fyrir tveimur árum kannaðist
enginn við hann. Hitt mun ekki ofmælt, að i meira
en ár hafi þessi maður borið hita og þunga styrj-
aldarinnar öllum öðrum fremur. Og þeir eru ýmsir,
sem fullyrða, að Spánarstyrjöldinni væri löngu
lokið með fullkomnum ósigri stjórnarinnar, ef
þessa manns hefði ekki notið við.
Jose Miaja er fæddur í Eibar í Vizcaya héraði
árið 1878. Hann er ekki tiginborinn maður eins
og tíðast cr um hershöfðingja á Spáni. Forfeður
hans höfðu búið í Eibar mann fram af manni og
stundað vopnasmíð, en það er aðaliðnaðargreinin í
þessari borg sverðasmíðanna, hinni annarri Toledo.
Faðir Jose fluttist til Oviedo, höfuðborgar Astur-
íu, þegar drengurinn var enn á ungum aldri. Þar
komst Jose inn í herskólann. Undirbúningsmennt-
un hafði hann litla, og þessi fátæki verkamanns-
sonur átti það eingöngu afburða hæfileikum sín-
um.að þakka, að honum tókst að ljúka námi sínu.
Eftir það að Miaja liafði lokið námi, var hann
sendur til Marokko og gegndi þar foringjastörfum
í her Spánverja. Hann var tvívegis með stuttu milli-
bili hafínn til meiri metorða og átti það eingöngu
framgöngu sinni að þakka, því hvorki var auði
(29)