Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Page 38
Árbók íslands 1937.
Alþingi stóð —2% og %o—2Vi2 og fóru kosning-
ar frara á miili, en breyttu lítið aðstöSu rikisstjórn-
ar og ráðandi flokka. (Sbr. Alþingiskosn. 1937 í sið-
asta almanaki).
Á fyrra þinginu voru m. a. samþ. þessi lög: Breyt-
ing á I. kafla jarðræktarlaga, lög um varnir gegn
mæðiveiki, lög um klaksjóð og klakstöðvar, lög um
loðdýrarækt og loðdýralánadeild, lög um framlög
rikisins til endurbyggingar á sveitabýlum, breyt. á
1. um samvinnufélög, breyt. á 1. um bann gegn drag-
nótaveiðum i landhelgi. Á siðara þinginu voru m. a.
samþ.: Breyting á 1. um meðferð og sölu mjólkur og
rjóma, heimildarlög til að fyrirskipa blöndun á þurr-
mjólk í brauð og ákveða hámarksverð á brauði og
þurrmjólk, lög um stuðning til handa bændum, er
tjón hafa beðið af völdum mæðiveikinnar, lög um
sauðfjárbaðanir, lög um bændaskóla, lög um vá-
tryggingarfélög fyrir vélbáta, breyt. á 1. um fiski-
málanefnd o. fl., lög um sildarverksm. ríkisins, lög
um að reisa síldarverksm. á Raufarhöfn og auka
verksm. á Siglufirði, lög um afnám útflutningsgjalds
á saltfiski, heimildarlög til að ábyrgjast fyrir Akur-
eyrarkaupstað lán til að virkja Laxá, lög um verðlag
á vörum, lög um tollheimtu og tolleftirlit, lög um
tekjur sveitar- og bæjarfélaga og eftirlit með fjár-
stjórn þeirra, lög um bráðabirgðatekjuöflun rikis-
sjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga, breyt-
ingar og viðaukar við ýmis lög önnur, sem snerta
tekjuöflun ríkisins, lög um lántöku fyrir ríkissjóð,
lög um fasteignamat, breyt. á 1. um alþýðutrygging-
ar, lög um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir
á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt, lög
um lestrarfélög og kennslukvikmyndir.
Árferði. Veturinn 1936—37 var víða snjómikill, en
vorið kalt og gróðurlítið; kalskemmdir i túnum.
(34)