Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Qupperneq 39
HeyskapartíS og grasspretta varö góö á Austurlandi
og um austanvert Norðurland, en annars staðar ým-
ist slæm eða afleit. í Fljótshlíð fuku 1000 hestar af
heyi og 40 tunnur af byggi á Sámsstöðum í ofviðri
31. ágúst. Hey urðu ónýt víða fyrir votviðri. Mikill
fóðurbætir var keyptur og bústofn þó rýrður.
Kartöflur voru settar í stærra svæði en nokkru
sinni fyrr, en uppskera varð léleg. Svipuð var
sagan um aðrar garðjurtir og hina ungu kornrækt.
(Sbr. Búnað).
Á vetrarvertíð var aflaleysi sem fyrr. Síldveiði
var góð. (Sbr. Útveg).
Brunar urðu margir, einkum í sveitum. Bakki í
Ólafsfirði á jólanótt, Bergsholt í Staðarsveit 2%,
Djúpidalur í Rangárvallasýslu 2%2, Flekkuvík á
Vatnsleysuströnd %o, Hjarðarholt við Akureyri
2Vio, Hólar á Miðnesi 2%, Neðri Hóll i Staöarsveit
3Vs, Hraunprýði á Hellissandi %, Möðruvellir í Hörg-
árdal 2%o, Nunnuhóll í Hörgárdal 2%, Skarð við Ak-
ureyri %, Skarð á Skarðsströnd %, Steindórsstaðir
i Reykholtsdal 2%, Stekkur í Norðfirði %, hús i Vík
í Mýrdal og kona inni ls/i2, húsið Bergþórug. 16 i
Reykjavík og hjón inni 2%o. — Enskur togari Mel-
chett kom til Þingeyrar °/n með eld i kolageymslu
og tókst að slökkva hann.
Búnaður. Árferðið og mæðiveikin (Deildartungu-
veiki) hnekktu búskap bænda í mörgum héruðum.
Sauðfé var fargað 1936 meir en nokkru sinni fyrr. En
1937 var fargað % meira en 1936 eða 45 þús. i stað
25 þús. af fullorðnu fé og nær 400 þús. dilka í stað
360 þús. 1936. Fé var allvænt og verðlag fremur hag-
stætt. Útfluttar landbúnaðarvörur námu h. u. b. 10,2
millj. kr. (reyndust 7,5 millj. 1936).
Aukning mjólkurframleiðslu á Suðurlandi stöövað-1'
ist í bili vegna árferðis. Vegna skorts á smjöri seinni
hluta árs var hætt að blanda þvi í smjörlíki. Sölu-
verð neýzlumjólkur á Akureyri var hækkað úr 25 í
(35)