Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Page 44
Hækkunin stafaði af almennri verShækkun, veiðar-
færaaukningu til síldveiða, aukningu á verksmiðjum
og af girðingum til fjárpestarvarna. — Verzlunar-
jöfnuður varð hagstæður um 58.8 -f- 51.6 = 7.2 millj.
kr. „Duldar greiðslur,“ þ. e. vextir og afborganir
skulda, náms- og ferðakostnaður o. þ. h. munu hafa
orðið talsvert hærri en því nemur. Gjaldeyrisverzl-
un var mjög erfið í árslok, en bankarnir skulduðu
minna erlendis þá en í byrjun ársins, og útflytjendur
áttu talsverðar inneignir i vöruskiptareikningum (clea-
ring) í Ítalíu og Þýzkalandi. (Tölurnar samkv. bráða-
birgðaáætlun Hagstofunnar).
Um fjárhagsafkomu einstakra stétta skortir tölur
og mælikvarða. Gjaldþrot einstaklinga og félaga voru
talin 12, flest í kaupst. utan Reykjavikur, og voru
þau helmingi færri en öll undanfarin kreppuár.
Heiðursmerki. Þann 1. des. voru sæmdir stórridd-
arakrostei með stjörnu: prófessor Magnús Helgason
fv. skólastjóri; — stórriddarakrossi (án stjörnu):
Benedikt Sveinsson bókav., fv. Alþingisforseti, Hall-
dór Steinsson fv. héraðslæknir og Alþingisforseti,
Knud Zimsen fv. borgarstjóri, Tómas Tómasson
frkvstj.; — riddarakrossi: Benedikt Jónsson bókav.
frá Auðnum, Bjarni Ólafsson útgerðarm. Akranesi,
Davíð Þorsteinsson hreppstjóri, Arnbjargarlæk, Borg-
arfirði, Erlingur Pálsson yfirlögrþj., Guðmundur
Árnason hreppstj., Múla, Landi, Guðmundur Áls-
björnsson kaupm. og bæjarfulltrúi, Guðmundur Ein-
arsson præp. hon. pr. að Mosfelli, Grímsnesi, Helgi
Magnússon kaupm., Ingimar Eydal kennari, Akur-
eyri, Jóhannes Reykdal verksmiðjueigandi, Hafnar-
firði, Jónas Þór verksmiðjustj., Akureyri, Magnús
Jónsson bóndi, Klaulsturhólum, Magnús Þorláksson
bóndi Blikastöðum, Páll Jónsson hreppstj., Stóru-
völlum, Bárðardal, Pétur Þórðarson hreppstj., Hjörs-
ey, Mýrum, prófessor Sigfús Einarsson tónskáld,
Sigurður Björnsson brunamálastjóri, sr. Vilhjálmur
(40)