Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 45
Briem forstöðumaður Söfnunarsjóðs. (Sé heimilis
ógetið, er það Rvk). — Vegna atburðanna, er Pour-
quoi pas? strandaði hér 1936, bárust í júní frá stjórn
Frakklands heiðursmerki til 25 íslendinga. — Pró-
fessorsnafnbót voru sæmdir 2%o Matthías Þórðar-
son þjóðmenjavörður og Guðmundur G. Hagalín
rithöfundur.
Heilbrigði var allgóð. Kvefsótt gekk í febrúar og
marz yfir Reykjavík og næstu mánuði víða um land.
Slcarlatssótt dreifðist allvíða, einkum um vorið, en
fáir sýktust. — Heilsuverndarstarfsemi óx.
Iðnaður. Árin 1935—37 var nálega 20 millj. kr.
samtals varið til að stofna og auka iðnfyrirtæki
(síldarverksm., lifrarbræðslur, frystihús, mjólkur-
stöðvar o. s. frv.) og rafveitur. Er það h. u. b. jafnhá
upphæð og til þeirra hluta var varið á 10 ára tíma-
bilinu 1925—34. Sbr. breytingarnar á útvegi og bún-
aði; þær valda miklu um iðnaðarþróunina, en gjald-
eyrishöft sumu. Dýrasta fyrirtækið, raforkustöðin
við Sogið, tók til starfa 2%o og í sama mánuði raf-
tækjaverksmiðja í Hafnarfirði. — Innfluttar efnivör-
ur til iðnaðar urðu minni en 1936. — Sjá Útveg, um
verksmiðjur í isambandi við hann.
fþróttir. Kappraunir voru m. a. þessar: Skjaldar-
glíma Ármanns %; Skúli Þorleifsson vann skjöld-
inn, en Ágúst Kristjánsson 1. fegurðarglímuverð-
laun. Íslandsglíman í Rvk 3%; Skúli Þorl. varð
glímukonungur, en Sigurður Hallbjörnsson hlaut feg-
urðarglimuverðlaun. Skíðamót íslands á Hellisheiði
13.—14. marz; Siglfirðingar unnu glsesilega sigra. í
einmenningskeppni í fimleikum varð enn Jón Jó-
hannesson úr I. R. fimleikameistari íslands %. Fim-
leikamót íslands, allfjölsótt, stóð seint í maí, en þau
eru haldin á 4 ára fresti. í fimleikakeppni um far-
andbikar frá Oslo Turnforening sigraði úrvalsflokk-
ur Ármanns 2%. Á Knattspyrnumóti íslands 6.—-10.
júní sigraði Valur, Rvk. Á meistaramóti f. S. í. 2%.
(41)