Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Qupperneq 46
—% átti K. R, (Knattspyrnufélag Rvk) 11 meistara,
sem settu sex ný met; Vestmannaeyingar áttu 7
meistara, og setti einn þeirra nýtt met; Ármann
átti 1 meistara, og setti hann nýtt met. í sundhöll
Reykjavikur, sem var vígð fullger 2%, var haldið
Sundmeistaramót íslands 5.—10. okt.; þar voru sett
9 ný sundmet, og átti Jónas Halldórsson þrjú þeirra.
— Fimm nemendur Reykjanesskóla syntu yfir
Reykjarfjörð, 1 km. Tvær stúlkur og karlmaður syntu
2% yfir Hrútafjörð að Borðeyri, 1.1 km. Pétur Ei-
ríksson Drangeyjarkappi synti 2% úr Viðey til
Reykjavíkur. — Nýir skíðaskálar voru reistir m. a.
í Mikladal við Patreksfjörð og á Gemlufallsheiði
(sameign ungmfél. i Dýrafirði og Önundarfirði). —
Nýja íþrótt, svifflug, tóku nokkrir Reykvíkingar að
iðka af kappi fyrir forgöngu Agnars Kofoed-Han-
sens flugmálaráðunauts.
Listir. íslenzk listsýning í Bergen, opnuð 2%, hlaut
góða dóma. Um haustið fór Karlakór Reykjavikur
söngför til Þýzkalands og hlaut sóma af. í Reykja-
vík hélt Bandalag ísl. listamanna listsýning í júlí,
Ferðafélag íslands hafði Ijósmyndasýning og keppni
i nóv., og Menntamálaráð sýning á málverkum rikis-
ins í árslokin; — auk þess sýndu margir einstakir
menn verk sín.
Mannalát. Anna Benediktsdóttir hfr. Stóru-Ávik,
Strandasýslu, i marz. Ásgeir Jóhannesson, Arnardal
2%, hrapaði í Æðey á ísafirði. Ásgrimur Sveinsson,
Þrastarhóli, Hörgárdal 2%, 79 ára. Axel V. Tulinius,
fv. sýslum. %2, 73 ára. Baldvin Bárðdal kennari,
Sauðárkróki i nóv., 78 ára. Bárður Sigurðsson frá
Ilöfða við Myvatn 2y2, þjóðhagasmiður, 64 ára. Bjarni
Bjarnason, Hrauni, Landbroti, drukknaði í Skaftár-
ósi 17/n. Björn Hafliðason drukknaði i Kolkuósi 2%,
88 ára. Björn Jónsson f. bóndi að Kollafossi, í febr.,
81 árs. Björn Jónsson frá Mjóafirði drukknaði hjá
Akranesi %, 64 ára. Bogi Magnússen, Skarði á Skarðs-
(42)