Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 53
af spellvirkja. Vélb. Gylfi, Sandgerði, sökk 2%;
mannbjörg. Vélb. Auðbergur frá Reyðarfirði fórst
3% á Hornafirði, og 2 menn drukknuðu af 4. Vélb.
Hansína, Vestmeyj., sökk !%; mannbjörg. Vélb.
Gammur, Vestmeyj., fórst 27/±; mannbjörg. Síldveiði-
skipið Drangey sökk undan Raufarhöfn 2%; mann-
björg. Vélb. Súgandi fórst i Súgandafirði 2%; mann-
bjög. Vélb. Hegri, Flateyri, fórst við Barðann 2%o;
mannbjörg. Vélb. Héðinn sökk við Garðskaga 2%2;
mannbjörg.
Fjórir enskir togarar strönduðu: Favorita % við
Garðskaga; mannbjörg. Sargon J% við Engey; náð-
ist út. Loch Morar 3% við Eyrarbakka, og fórst á-
höfnin, 12 manns. Regal 2fÍ2 við Garðskaga; mann-
björg. — Herta, danskt flutningaskip, rak á land af
Eyrarbakkahöfn % o; mannbjörg. ísland, annað
millilandaskip Sameinaða fél. i íslandsferðum, fórst
við Skotland 1r/í; mannbjörg.
Skólamál. Rannsóknarstofnun háskólans (Atvinnu-
deild) hófst á árinu, en veitir ekki beina kennslu
fyrst um sinn. Húsmæðraskóli var stofnaður á
Laugalandi í Eyjafirði. Merk nýjung var „vinnu-
skólinn“ í Birkihlíð, ísafirði, í maí og júni og í Jós-
efsdal i Bláfjöllum nál. Rvk síðar á sumri; Lúðvík
Guðmundsson var skólastjóri á báðum stöðum. Að
Reykjakoti i Ölfusi var byrjað á skólaseli Mennta-
skólans í Rvk. Gagnfræðaskólahús var reist i Hafn-
arfirði. — Að Laugarvatni gengu niu nemend-
ur úr skóla vegna ágreinings við skólastjóra um
stjórnmálaskoðun. — Fyrsta mót menntaskólakenn-
ara og gagnfræðaskólakennara var haldið 4.—7. júli
að Laugarvatni.
Útvegur. Fiskafli i salt varð enn minni en 1936
eða 28 þús. tonn. Fiskbirgðir við áramót 1937—38
voru rúm 3 þús. tonn, en 9,6 þús. ári fyrr og 18,6
þús. i árslok 1935. Verð á saltfiski var svipað og
1936. Portúgal keypti 12,3 þús. tonn, Spánn líklega
(49)
4