Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Síða 54
tæp 6 þús. (mest yfir Bretland og Frakkland), ítalia
7,6 þús. (auk 2,2 þús, sem voru hér í árslok, en
seld þangaS), Kúba, Brazilia og Argentína sam-
tals nær 4 þús. tonn. Hitt dreifðist á Bretland, Norð-
ur-Ameríku, Danmörku, Holland, Belgíu og Egypta-
land. ísfisksala til Englands nam 1 millj. kr. minna
en 1936, og var minna selt en leyft var (lágt verð).
Betur gekk ísfiskssala til Þýzkalands.
Kapp var lagt á fjölbreyttari fiskverkun. Flestum
nýjungum siðustu ára var haldið áfram.
Hraðfrystihús voru mörg mjög víða byggð og
aukin (orðin 14), fiskniðursuöa var undirbúin m. a.
með stofnun dósaverksmiðju í Reykjavík. — Rækju-
verksmiðjan á ísafirði var stækkuð, svo að mestu
afköst urðu 500 dósir á dag og 90 manns i vinnu.
Síldarverksmiðja var byggð á Húsavík og ný síld-
arþró á Siglufirði. — Olíugeymi var komiö upp í
Vestmannaeyjum með samtökum til að létta þar
reksturskostnað báta. — Varðskipið Þór stundaði
fiskirannsóknir 2%—(Árni Friðriksson fiskifr. og
Finnur Guðms.). Rannsóknirnar snertu karfamið í
misheitum sjó við Austfirði og á Hala, rækjumið,
mergð af ungþorski, fiskimagn utan og innan land-
helgislínu í Faxaflóa o. fl. — Athuganir bentu til
batnandi þorskveiða næstu árin.
Síldveiðar voru stundaðar af miklum skipafjölda
og kappi og alllangan veiðitíma, enda hefir sildin
aldrei sltilað þjóðinni jafnmiklu verðmæti fyrr. Síld-
arlýsi, sem selt var í ársbyrjun fyrirfram, komst í
hátt verð, en úr því féll verðið mjög til ársloka.
Minna var saltað en 1936, því að markaður var
tregari og verð ekki hærra.
Skipastóll landsins var nálega hinn sami og 1936.
Togarar voru 37, ýmis önnur gufuknúin fiskiskip
29, vélskip (og vélb.) 525 (en í árslok 1934: 37 tog.,
32 önnur fiskiskip, 613 vélsk.). Meiri hluti skip-
anna er gamall og hrörnandi.
(50)