Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 56
mörku og Bretland var enn sem fyrr mjög óhagstæð-
ur, þó að Bretar og Danir ykju kaup sín um sam-
tals 3—4 millj. á árinu. Innfl. frá Bretlandi óx um
32% (3,3 millj.) að verði og nam 26% allt innflutn-
ings. Næst var Þýzkaland með 20% innflutnings,
þriðja Danmörk með 14%, fjórða og fimmta Sví-
þjóð og Noregur með 9%, sjötta ítalia með 8%%.
Vinnumarkaður. Framan af ári var atvinnuleysið
gifurlegt (933 atvl. í Rvk %) m. a. vegna aflabrests.
Síldarsöltun gaf minni atvinnu en sumarið 1936.
Atvinnuleysið um haustið var svipað og undanfarin
ár (682 atvl. í Rvk i nóv. Bæði skiptin samkv. Vinnu-
miðlunarskrifst.). Kaup hækkaði i mörgum starfs-
greinum (sbr. verðhækkun). Helztu verkföll i deil-
um það voru: Verkfall Þróttar á Siglufirði 21.—22.
júlí; vinnuveitendur féllust á taxta Þróttar. Verkfall
Dagsbrúnar í Rvk í viku, er lauk 24. júlí með kaup-
hækkun úr 1,36 í 1,45 kr. á klst. Verkfall á Akra-
nesi 19 daga, er lauk 12. okt. með kauphækkun
karlmanna upp í 1,27 kr. (úr 1,00) og kvenna í 0,90
kr. á klst. Verkfall Iðju á Akureyri, er hófst 2. nóv.
og lauk að hálfu 16. nóv., en fullu 1. des. með nokk-
uð auknu kaupi og réttindum verksmiðjufólks i
bænum.
Björn Sigfússon.
Heilbrigðar og' skemmdar tennur.
Tennurnar eru með einkennilegustu liffærum
mannsins. Það þykir lika merkisviðburður þegar
barnið tekur fyrstu tönnina — enda er þvi veitt
tannfé að launum. Börn, sem komin eru vel á legg,
eru stundum hálf-spaugileg til munnsins, meðan þau
eru að fella barnatennurnar og taka þær nýju. For-
eldrum er annt um, að raðsetning fullorðinstannanna
(52)