Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Síða 57
takist vel, svo að barnið verði tannfrítt. En það er
oft stuttur friður með tennur, sem kunna að vera vel
útlítandi i upphafi. Tannátan gerir oft vart við sig,
einmitt á barnsárunum. Tannpína og vökunætur, tann-
kýli, og þvílik vandræði, steðja stundum að. Þeir,
sem ekki hafa aðgang að tannlæknishjálp, missa oft
tennurnar, en fá aðrar smíðaðar i staðinn. Tannlífi
einstaklingsins fylgja þvi oft gleði og áhyggjur, kröm
og tilkostnaður. — Það getur því aldrei verið nema
fróðlegt að kynnast því, sem náttúrufræðin og læknis-
þekkingin hafa að segja um myndun, fyrirkomulag
og sjúkdóma tannanna.
Barnatennur. Ungbarnið, sem fæðist i þenna heim,
hefir ekki við tennur að gera, fyrsta kastið. Móðir
náttúra ætlast til að það sé lagt á brjóst, með því að
móðurmjólkin geymir í sér öll þau holdgjafaefni, sem
ungbarnið þarf tií þess að dafna, en vítamín og stein-
efni að auki. Samt má ekki halda, að nýfætt barn
sé tannlaust, þótt tanngómarnir séu berir. Fóstrið í
móðurlifi er ekki komið lengra en á annan mánuð-
inn, þegar fer að votta fyrir þykkni í kjálkunum, sem
síðar verður að tönnum. Við fæðinguna hefir barnið
i sér raðir af barnatönnum, sem liggja faldar í góm-
unum, en eru auðséðar á röntgenmyndum; aðeins
vantar kalkið til að herða glerunginn; það kemur
seinna. Stöku sinnum kemur fyrir, að barn fæðist
með framgengna tönn í miðjum neðri góm.
Þær eru því ekki alveg nýjar af nálinni litlu tenn-
urnar, sem gægjast fram, þegar tanntakan byrjar;
barnið er þá venjulega misserisgamalt. Barnatenn-
urnar eru alls 20 talsins, og koma þær síðustu ekki
fram fyrr en barnið er komið á þriðja árið. Það er
nokkur skoðanamunur um, að hve miklu leyti lasleiki
barnsins — óværð, hitaflog, krampar eða meltingar-
óregla — geti stafað af tanntöku. Mæðurnar eru sjald-
an í vafa um það, en læknarnir daufari í trúnni. Það
er víst ekki ástæða til að rengja greinagóðar konur
(53)