Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 68
heilsusamlegt, þótt reyndar sé ekki hægt að setja tann-
skemmdirnar í samband við ákveðið mataræði. Hér
á landi hafa margir þá trú, að tannátan hafi farið að
færast i aukana þegar landsmenn hættu að neyta harð-
ætis. Nýmjólkin er vitanlega hollust beint úr fjós-
inu. Langt að komin og upphituð mjólk er miklu lé-
legri vara. — Sælgætisát og einhliða brauð- og mjöl-
matur er talið óheppilegt, enda þá erfiðara um tann-
hirðing.
Þótt ekki verði varizt tannátu með þvi að bursta
tennur, má samt telja það sjálfsagt hreinlæti, enda
verður minni bakteríugróður í munninum, ef matar-
leifum er náð burtu, með því að skola munninn og
bursta tennurnar. Þetta kemur að mestu gagni, ef
það er gert að kveldi til, eftir máltiðir dagsins; munn-
urinn er þá hreinn til næsta dags.
Skólaskoðun héraðslæknanna hefir leitt átakanlega
í Ijós, hve bágborin er tannheilsa landsmanna.
Það má heita undantekning, að ekki finnist tann-
skemmd í íslenzku skólabarni. Og því miður eru
þær skemmdir ekki alltaf á byrjunarstigi, en oft
lengra á veg komnar.
Erlendar þjóðir sjá ekki önnur ráð við tannátunni
en að gera tannfyllingar sem fyrst að holur mynd-
asl. Skólatannlækningum hefir verið komið á viða um
lönd, og í kaupstöðum hér á landi, þar sem tann-
læknar starfa. En þetta er í raun og veru ekki nóg.
Ef vel væri, þyrftu tannfyllingar að byrja þegar
barnið er 3 ára. Skólaskoðunin sýnir, að það er oft
um seinan þegar barnið byrjar að ganga í skólann.
Það þarf að gera við skemmdar barnatennur, og ekki
er 6 ára jaxlinum síður hætt við bilun. Og ekki nóg
með það, því vitanlega þarf að halda áfram tann-
eftirliti á fullorðinsaldri. Rauði krossinn sænski
hefir í gangi umferðabíl i strjálbýlum sveitum Norð-
ur-Svíþjóðar. Bíllinn er innréttaður sem tannlæknis-
stofa, og fylgir hjúkrunarkona með, tannlækninum
(62)