Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 69
til aðstoðar. Þetta mál er erfitt fyrir íslendinga, enda
er landið svo fátækt, að það á engan tannlæknaskóla.
Menn verða að hafa það hugfast, að tannpínan gerir
ekki vart við sig fyrr en tannátan er komin á hátt
stig, og búin að brjótast inn í hið allra helgasta, —
sem sé miðdepil tannarinnar, er hefir að geyma
taugar og æðar, sem flytja tönninni líf og næring.
En þá er um seinan að hjálpa. Hygginn maður leitar
tannlæknis á misseris eða árs fresti, þá hann finni
engan seyðing í tönn. Þá kunna samt tannlæknar
með speglum sínum að finna grunnar holur, sem
auðveldar og sársaukalausar eru viðgerðar, fyrir lít-
inn pening (3. mynd D).
Smíðaðar tennur og gómar eru oft til vandræða,
enda erfitt að halda munninum þá vel hreinum. Og
andlitslýti eru alltaf að þvi, þegar tönnum er rutt úr
kjálkunum, einkum á unga aldri. Það er mikil gæfa
fvrir hvern mann að halda heilum tönnum sínum, en
því miður langt i land þangað til allur almenningur
á kost á því hér á landi.
G. Claessen.
Um Almanakið.
(Framhald, sbr. Almanakið 1937.)
Nokkrar vikur i árinu hafa fengið sérstök nöfn
og er flestra þeirra getið í almanakinu. Af þessum
nöfnum má hér nefna efstu vilm, sem er síðasta
vikan í langaföstu. Hún heitir og dymbilvika, vegna
þess að frá skírdegi til laugardags var i ka-
þólskum sið hringt til tíða með dymblum en
ekki venjulegum kirkjuklukkum. Vika þessi nefnist
stundum kyrra vikan, af þvi að þá má ekki hafa
um hönd ærslafullar eða hávaðasamar skemmtanir.
Nafn þetta er þó ekki í almanakinu. Næst eftir
(63)