Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Page 73
nafnið hélt sér þó alllengi og lengst í nafninu langi
frjádagur, sem nú nefnist föstudagurinn langi, enda
hafði sá dagur sérstöðu um föstuhald.
Þótt menn viti eigi með vissu, hvenær sjödaga-
vikan var tekin upp og notuð i tímatali, er það
samt ætlun manna, að hún sé mjög gömul, og víst
er um það, að hún hefir verið notuð af Gyðingum
og Egyptum fyrir Krists fæðingu. Hin fornu viku-
daganöfn má rekja til Egypta, sem kenndu daga
vikunnar við reikistjörnurnar, sbr. Skirni 1928 bls.
129. í þessari Skírnisgrein hefir þó komizt rugl-
ingur á dagatalið, svo að miðvikudagurinn er þar
sagður dagur Venusar (d. Veneris) en á að vera
dagur Merkúríusar (d. Mercurii). Hins vegar er
föstudagurinn dagur Venusar en ekki Merkúríus-
ar eins og stendur í umræddri grein Skírnis.
Á tímatalinu hafa orðið breytingar, svo að sami
mánaðardagurinn svarar eigi til sama dags í árinu
nú og t. d. um 1500, ef miðað er við sólstöður eða
jafndægur. En þrátt fyrir allar breytingar tíma-
talsins hefir vikudagaröðin haldizt óumbreytanleg
um allar aldir, sem liðnar eru, síðan sjödagavikan
hófst. í dag er sunnudagur, fyrir 7 dögum var
sunnudagur og sömuleiðis fyrir 14 dögum og enn-
fremur einnig fyrir 700000 dögum. Þrátt fyrir ýmis-
konar glundroða i tímatali fyrri tíða, þá hefir það
þó haldizt óbreytt, að sjöundi hver dagur er sunnu-
dagur, sjöundi hver dagur mánudagur o. s. frv. Það
er því mikilvæg viðbót við hverja dagsetningu, ef
vikudagins er getið. Margir ganga lengra og leggja
trúarlega merkingu í vikudagana.
í öffrum dálki dagatalsins eru dagar ársins auð-
kenndir með nafni. Venjulega stendur þar nafn þess
dýrlings, sem sá mánaðardagur er tileinkaður. Ef
svo ber við, að dagurinn er helgidagur eða sérstak-
ur merkisdagur, sem almenningur þarf að vita um,
þá er þess getið i þessum dálki, en nafn dýrlingsins
(67)