Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Page 76
úr þessari dagsetningu „XVI kal. Oktobris sama
sumar er hann kom til Noregs, þat er festum Eufemie
virginis tveim náttum eptir Exaltationem sancte
crucis“ (þ. e. krossmessu um haustið). Dagsetning
Arngríms ábóta er hér þreföld og ber allt heim við
16. sept., en algengt var að eigna Evfemíu mey
þenna dag, og svo er gert í almanakinu. En af Páls-
sögu biskups og fleiru má sjá, að þetta er rangt.
Guðmundur góði var vígður til biskups 13. apríl
vorið eftir, og er sá dagur í sumum dagatölum eign-
aður Evfemiu mey. Þetta hefir villt Arngrím ábóta
og orðið upphaf fleiri missagna. í íslenzka alman-
akinu hefir Evfemíu eigi verið getið við þenna
mánaðardag. Frh.
Porkell Porkelsson.
Kvikfénaður á íslandi.
Árið 1787 var lögboðið, að hreppstjórar skyldu á
ári hverju gera skýrslu um búnaðarástandið i sveit
sinni og hafa slíkar skýrslur verið gerðar síðan
árlega í 150 ár. Meginþátturinn í skýrslum þessum
hefir alla tið verið skýrsla um tölu kvikfénaðarins.
Ennfremur eru til skýrslur um tölu kvikfénaðar á
landinu frá einstökuin árum áður en farið var að
gera árlegar búnaðarskýrslur, hin elzta frá 1703 og
og árunum næstu þar á eftir (1703—12), er þeir
Árni Magnússon og Páll Vidalín voru að safna efni
í jarðabók sína. Hér fer á eftir skýrsla um tölu
saufffjár, nautgripa og hrossa samkvæmt hinum ein-
stöku skýrslum frá 18. öldinni og hérumbil tíunda
hvert ár eftir að hinar árlegu skýrslur hófust.
Sauðfé. Nautgripir. Hross.
1703 ......... 278 994 35 860 26 909
1760 ......... 356 927
1770 ......... 140 056 30 096 32 289
(70)