Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Síða 89
ull, heilagur vísdómur. Árið 1541 leiddi Versalíus
í Padúa í Ítalíu þaS í ljós, að Galenus hafði aldrei
krufið menn, heldur aðeins dýr, og þar af leiðandi
verið næsta ófróður um skapnað mannsins. Hann
setti sér fyrir að iýsa, fyrstur manna, mannslik-
amanum, eins og hann væri i raun og veru. Hann
krufði nú mannslik í óða önn, samdi lýsingar og
skrifaði, en setti dráttlistarmann við hlið sér, er
dró upp myndir tii fyllri skýringar. í hálft annað
ár starfaði hann látlaust af einstakri elju og dæma-
fáum áhuga. Líkunum varð hann að stela, sumum
þeirra úr gálganum utan við borgina. Hann full-
bjó líffærafræði sína undir prentun. Hún var 663
blaðsíður, og í henni voru yfir 300 tréskurðarmynd-
ir. En hann hafði gert sig sekan um þau helgi-
spjöll að rísa gegn Galenusi. Lærðir læknar og há-
skólakennarar i líffærafræði æstust gegn honum.
Honum var útskúfað úr mannlegu félagi og allar
' bjargir bannaðar. í bræði sinni brenndi hann hand-
ritið. Eftir dauða hans hugkvæmdist mönnum að
líta i kringum sig og hugleiða, hvort ekki gæti
verið, að hann hefði, þrátt fyrir allt, haft rétt
fyrir sér. Og það kom í Ijós, að svo hafði raunar
verið.
Sótthitamælir 1582. Santorio, ítalskur læknir, varð
fyrstur til mæla likamshita í sjúklingi. Hitamælir
hans var löng, bogin glerpípa, með holkúlu, á
stærð við hænuegg á öðrum enda, en opin í hinn
endann. Opni endinn var látinn vera niðri i vatni,
en sjúklingurinn, er mæla skyldi, hélt kúlunni uppi
í sér. Loftið í kúlunni hitnaði, þandist út og nokkuð
af því slapp út og upp í gegnum vatnið. Þegar
ekki stigu lengur loftbólur upp í vatninu, var mæl-
ingunni lokið og kúlan tekin úr munni sjúklings-
ins. Er hún kólnaði, dróst loftið saman, og meira
eða minna af vatni sogaðist inn í glerpipuna. Því
hærra sem vatnið sté i pípunni, því hærri hafði
(83)