Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 93
honum fjarri pípunni. Pappírinn hélt áfrarn að
glóa. Hann bar hendina fyrir, og sá þá það, sem
enginn hafði áður séð —■ skuggann af beinunum
í hendi sér. Hinir ósýnilegu geislar reyndust hafa
áhrif á ljósmyndaplötur, og það reyndist kleift að
taka myndir af beinum og öðrum innvortis líf-
færum. Alls konar undrasögur bárust út um þessa
uppgötvun. Menn óttuðust, að nú yrðu þeir hvergi
óhultir fyrir þessum töfrageislum. Enskur kaup-
maður auglýsti tafarlaust Röntgen-heldan fatnað
handa kvenfólki. Á þinginu í New Jersey var borið
fram frumvarp um að banna Röntgengeislagler í
sjónauka, sem notaðir yrðu i leikhúsum. Áður en
mánuður var liðinn, liöfðu læknar lagt undir sig
þessa geisla og tekið að nota þá við rannsóknir
á sjúklingum. Á þeim 40 árum, sem siðan eru lið-
in, hefir hróður Röntgengeislanna innan læknis--
vísindanna aukizt með hverju ári og fyrnist aldrei,
fyrr en allir sjúkdómar eru úr sögunni.
(Að mestu eftir H. W. Haggard: The Doctor in History).
V. J.
Bækur Þjóðvinafélagsins 1938.
í ár fá Þjóðvinafélagsmenn, auk Almanaksins 1939,
Andvara 63. árg., 6 arkir að stærð, Örnefni i Vest-
mannaeyjum, eftir Þorkel Jóhannesson, rúmar 10
arkir þéttprentaðar í stóru broti, svo svarar rúml.
15 Andvaraörkum, og bréf og ritgerðir 1,1. eftir
Stephan G. Stephansson. Allar þessar bækur, sem
svarar hO—50 Andvaraörkum, fú félagsmenn fyrir
aðeins 10 kr. árgjald.
Hér skal ekki fjölyrt um Almanakið, því að ætla
má, að allir þeir, sem þessar línur lesa, hafi kynnt
sér efni þess. En sökum þess, að Almanakið nær til
(87)