Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 95
Það ætti að vera óþarfi að kynna Stephan G.
Stephansson fyrir islenzkum lesöndum. Það er kunn-
ugt, að hann er eitt hið langbezta skáld, sem þjóð
vor hefir alið. Kvæðasafn hans Andvökur, 6 bindi,
um 120 arkir alls, er nú fullprentað.' Síðasta bind-
ið kemur út í haust, og mun allt, sem eftir hann
liggur í bundnu máli, prentað í því safni. Það munu
nú vera nær 50 ár síðan að athygli íslenzkra lesenda
var fyrst vakin á Ijóðum hans. Menn fundu brátt, að
hér var maður á ferð, sem fór sinar eigin brautir
og hirti ekki um, hvort hann hefði samfylgd margra
eða alls engra. Hann var berorður og vægði ekki til
fyrir neinum, manna víðsýnastur og hreinskilnastur.
Yfirdrepsskapur, hræsni og loddaramennska i trú-
málum, þjóðmálum og yfirleitt hvarvetna átti sér
vísan brennandi fjandskap frá hans hálfu, alls staðar
og æfinlega. Hann var bóndi, landnemi, vildi ekki
vera neinum háður. Þrisvar reyndi hann alla örð-
ugleika frumbýlisins, var alla æfi fátækur og sleit
kröftum sínum og heilsu við lýjandi erfiðisverk
bóndans, fjósageymslu og jarðyrkjustörf. Eigi að síð-
ur vannst honum tími og andlegt þrek til þess að
fylgjast manna bezt með andlegu lífi samtíðar sinn-
ar og leysa af hendi svo mikið bókmenntastarf, að
það eitt mætti sýnast ærið æfistarf. Sannleikur, rétt-
læti og frelsi voru ltjörorð hans. Og hann var alltaf
á verði, þar sem hann sá hugsjónum sinum mis-
boðið. Og hann horfði aldrei i það, þótt óvænlega
virtist horfa um vörn eða sókn. Harðsnúin trúar-
félagssamtök, meiri hluti i stjórnmálum hér og er-
lendis, brezk heimsdrottnunarstefna og stríðsæðið
1914—18 féklc að kenna á hárbeittri gagnrýni hans,
svo beittri, svo brennandi, að stundum lá við sjálft,
að hann sætti kærum fyrir „landráð“. Um skáldskap
hans er það að segja, að þótt hann væri mikils met-
inn í lifandi lífi, er ekki efi á því, að vegur hans
muni þó verða því meiri er stundir liða fram. Hann.
(89)