Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 96
var um margt ofviða sinni eigin kynslóð. Ritdómarar
og aðrir, sem honum voru andstœðir, affluttu hann,
læddu inn þeirri skoðun, að hann væri tyrfinn og
tæpast skiljanlegur öllum fjölda manna, kaldlyndur
skynsemisberserkur, trúlaus og þyrrinn. Þetta var
og er ósannindi. Kveðskapur Stephans er yfirleitt
ijós, þótt hinu bregði fyrir, ekki sízt í kvæðum hans
frá síðari árum, að hann þjappi hugsunum sínum
fullmikið saman, tæpi á sumu heldur um of. Og þó
ýmis íslenzk skáld eigi sér meira af gæluyrðum og
geri meira að því að láta tilfinningar sínar i ljósi
með berum orðum, munu fá eða engin hafa búið yfir
ríkara skapi, hlýrra hjarta. Og þess gætir einmitt í
kvæðum hans, en það sést ekki svo mjög, það finnst.
Hann barði sér aldrei á brjóst. Það var ekki háttur
hans að útausa tilfinningum sinum að grátkvenna sið.
Þegar Þjóðvinafélagið ræðst í að gefa út bréf og
ritgcrðir Stephans er því ljóst, að það hefir tekizt
ærinn vanda á hendur. Fyrst og fremst er hér um
mikið verk að ræða. Ef gefa á út bréfin og allt hið
helzta, sem eftir Stephan liggur í óbundnu máli,
mun það efalaust nema a. m. k. 60 örkum þétt-
prentuðum. Af ýmsum ástæðum kemur I. bindið út
í 2 heftum og kemur siðara heftið næst ár, um 20
arkir alls. Verður þá útgáfan alls a. m. k. 3 slík
bindi. Nauðsynlegustu skýringar fylgja hverju
hindi fyrir sig. Bréfin eru prentuð i timaröð. Á
þann hátt fæst einna gleggst yfirlit um æfi skálds-
ins og viðfangsefni frá ári til árs. Hér er hvergi
fellt úr, þar sem bréfin hafa varðveizt heil. Það
þótti ekki hlýða að taka fyrir munninn á slikum
manni, þótt á stöku stað sé kveðið allþétt að orði
um menn og málefni. Þarf engan að undra það, né
er ástæða til að hneykslast á sliku.
Óþarft er að eyða orðum að því, hvilíkur fengur
það er islenzkri bókmennta- og menningarsögu
báðum megin hafsins að bréf þessi eru prentuð.
(90)