Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Síða 97
Hitt er þó ekki minna um vert, að hér kynnast ís-
lendingar betur en auðið væri með nokkrum hætti
öðrum einhverjum heilsteyptasta manni og sterk-
asta anda, sem þjóðin hefir nokkru sinni átt. -—
Síðan Jón Sigurðsson leið höfum við ekki eignazt
mann, sem jafnvel sé til þess fallinn að verða þjóð-
inni fyrirmynd. Svo ótvíræðir voru mannkostir
hans, svo glæsilegar gáfur hans, svo flekklaust lif
hans.
Smælki.
Maður nokkur frá Aberdeen, sem ætlaði að fara
að ganga í hjónaband, spurði trúnaðarvin sinn,
hvort hann myndi ekki geta sloppið við að borga
pússunartoll. — Þú kemst víst ekki hjá þvi, sagði
vinur hans. Þegar hjónavígslunni var lokið, spurði
hann brúðgumann: — Það vænti ég, að þú hafir
borgað prestinum? —■ Ætli ekki það, sagði brúð-
guminn. Ég fékk honum sex pence. — Og hvað
sagði þá klerkur, spurði hinn. —■ Hvað ætli hann
hafi svo sem sagt. Hann virti konuna mína fyrir
sér stundarkorn og svo fékk hann mér aftur þrjú
pence.
Drukkinn maður hóaði í bíl, bograðist inn, datt
út hinum megin, brölti á fætur, ranglaði til bíl-
stjórans og spurði: — Hvað kostar það?
— Heyrðu Jóka, sagði Skotinn við dóttur sína.
Hann Kobbi lcom áðan, ég dróst á það, að hann
mætti fá þig.
— Æi, sagði stúlkan. Ég vil helzt ekkert fara
frá henni mömmu.
— Hvaða rugl er þetta, telpa mín. Eins og það
(91)